Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn svo þá verður maður bara að bjarga sér og útbúa sér sína eigin og þetta er mín útgáfa af henni, þekki ekki alveg hennar grunn.

En ég mæli með henni þessari 100%, ég mun gera hana aftur.
Og ef það er afgangur af kartöflum, þá kallar það á Kartöflupizzu.

Þetta er það sem ég notaði í pizzuna mína., plús kartöflurnar.

Ég skar kartöflurnar í sneiðar og létt steikti þær á pönnu á olíu og kryddaði smá með oregano.

Ég smurði sætu sinnepi ofan á pizzadegið, það má alveg vera vel af því.

Því næst dreifði ég mosarella osti yfir

Næst voru það létt steiktu kartöflurnar

Og í lokin setti ég ofan á pizzuna fetaost og olívur, gætið að því að þær séu steinlausar, það er betra ;) Ég kryddaði svo yfir aðeins með Pasta Rossa kryddi frá Santa Maria.

Smellið henni svo í ofninn á 180°c í um 25-30 mínútur eða þar til hún er orðin fallega bökuð. 

Ég nota súrdeigs pizzakúlur sem ég á tilbúnar í frystinum, snilld að kaupa af skólakrökkunum þegar þau eru að safna fyrir skólaferðalögum. 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

E
ða

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók








Einnig í Pizzur

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa