May 01, 2021
Pizzadeig:
225 g hveiti
1 pakki þurrger
1/2 tsk salt
2 msk ólífuolía
5 msk volgt vatn
1 egg
Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á.
Fletjið deigið út og setjið pizzasósuna yfir og stráið mozarella osti ofan á og setjið inn í ofn á 180°c þar til gullinbrúnt og takið þá út og raðið humrinum ofan á og rucola, ásamt rifnum Parmesan osti.
Humarinn er steiktur létt á pönnu í smjöri.
Skerið smátt niður hvítlauks rif og stráið yfir og veltið svo humrinum létt á og kryddið með salt og pipar.

Borið fram með góðu hvítvíni. Ég var með Tommasi hvítvín sem var alveg eðal.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
September 05, 2025
Pizza með Mozzarella!
Þessi ofureinfaldi grunnur sem allir krakkarnir elska og við fullornu líka og svo bara velur hver og einn fyrir sig hvað hann vill fá aukalega ofan á pizzuna sína. Ég elska fjölbreytileikan og er dugleg við að prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt.
July 25, 2025
Pizza Burrata!
Þessi ostur er bara eitthvað annað, segi það og skrifa! Var að smakka hann í mitt fyrsta sinn, já það er satt og ég get sagt ykkur að það er og verður ekki í það síðasta. Þvílíki sælkeraosturinn, toppaður með hunangi.
June 20, 2025
Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á.