Hangikjöts calzone pizza!

April 09, 2021

Hangikjöts calzone pizza!

Hangikjöts calzone pizza!
Hún sló í gegn þessi, vá vá vá en ekki hvað.
Ég elska að prufa nýja rétti og það er ekki ósjaldan sem ég notfæri mér fjölskyldu mína og vini sem tilraunadýr og þessi nýja útgáfa af calzona var algjört lostæti.

Pizzadeig, hægt að nota tilbúið en það má líka búið til sitt eigið.

Ég notaði þarna afganginn af uppstúfnum sem ég var með hangikjötinu daginn áður og afganginn af kjötinu, kartöflunum og opnaði 1 stóra dós af baunum og bætti útí og hitað upp, ég bæti stundum smá mjólk saman við ef uppstúfurinn er í þykkara lagi og svo krydda ég með salt og pipar úr kvörn.

Stráið osti á pizzadeigið og setjið svo blönduna á það fyrir miðju og pakkið því svo inn, sjá mynd. Ég stráði svo smá oregano yfir áður en ég setti inn í ofninn. Hitið þar til er gullinbrúnt í ca.20-25 mínútur á 180°c
     
Njótið & deilið að vild

Sælkerakveðjur
Ingunn

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pizzur

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa