Afganga pizza!

October 22, 2024

Afganga pizza!

Afganga pizza!
Hver kannast ekki við það að eiga smávegis af afgang af hinu og þessu sem t.d. var notað í aðrar uppskriftir og var ekki allt notað. Hérna er ég með eitt ráð fyrir að nýta þá af mörgum og fær hún því bara nafnið Afganga pizzan, vel við hæfi!


1 kúla af pizzadegi, tilbúið eða keypt
Pizzasósa/Barbeque, ég notaði helming og helming
Pepperoni
Kartöflur, skar þær í sneiðar
Svartar olífur, niðurskornar
Mosarellaost
Gráðost

Fletjið degið út og byrjið á að setja sósurnar ofan á, síðan smávegis af osti, pepperoni, kartöflurnar, olífurnar, svo meiri Mosarellaost og að lokum gráðostinn.
Setjið inn í ofn á 180°c og bakið pizzuna í ca.18-20 mínútur. Nú ef þið eruð svo heppin að eiga Pizzaofna, þá skellið þið pizzunni í hann og hún bakast á örskots stundu.



Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pizzur

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa

Pizzahringur!
Pizzahringur!

February 06, 2025

Pizzahringur!
Hátíðlegur snúningur fyrir jólin að skella í eins og einn eða tvo pizzahringi. Hérna er ég með tómata, ferskar mozzarella kúlur og basilíku en einfalt er að setja á hringinn það sem ykkur langar til.

Halda áfram að lesa