Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.



Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð. Svo gaman að sjá það og ekki skemmdi að manni leið eins að maður væri komin á sjó.

Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið.


Síðasta síldartunnan afhent við hátíðlega athöfn.

Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var þarna stödd þegar verið var að koma með síðustu síldartunnuna heim frá Noregi og var það við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 31.maí 2022 þar sem norðmaðurinn Petter Jonny Rivedal, sem varðveitt hefur ,,síðustu síldartunnuna” undanfarin 40 ár var að afhenda safnstjóra Síldarminjasafns Íslands tunnuna, sem féll nýsmíðuð frá borði tunnuflutningaskips í síðustu ferð skipsins frá Noregi til Íslands.

Tunnunni bjargaði hann úr flæðarmálinu í Rivedal þegar hana rak þar á land.


Skemmtileg sýning sem haldin er á góðviðrisdögum


Þetta var alvöru og allir glaðir

Það var virkilega gaman að vera þarna á staðnum og upplifa þessa frábæru stemmingu, bæði í því að sjá síðustu tunnuna koma heim og eins að sjá hópinn að störfum á sinn skemmtilega máta þar sem allir nutu og tóku meira segja dansinn.


Á góðum sumardögum er þar sýnd síldarsöltun, harmonikan þanin og slegið er upp bryggjuballi. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935

Ég mæli svo innilega með því að þið skoðið þetta skemmtilega safn og gefið ykkur tíma, því það spannar mikla sögu og er í öllum þremur húsunum.


Þeir vissu alveg hvað var að fara gerast blessaðir mávarnir

Það var að koma matartími!

Hér fyrir neðan koma nokkra myndir frá sýningunni í húsunum, smá sýnishorn.


Svona litu nú húsgögnin út í þá gömlu góðu daga

Vistarverur (allir saman og engin sérherbergi)

Eldhús áhöld

Þvotta (vélin)

Gömlu myndavélarnar

Duggu dugg 

Hérna má fara beint inn á síðu Síldarminjasafnsins

T
exti & myndir
Ingunn Mjöll

Fyrir áhugasama um að skoða meira af ljósmyndum, smellið hér

Velkomið að deila áfram




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa

Bílheimar!
Bílheimar!

November 25, 2024

Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika. 

Halda áfram að lesa