Matstöðin

January 29, 2023

Matstöðin

Matstöðin Höfðabakka 9
Matstöðin er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilismat, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga og við vitum fátt eitt betra en heimilislegan mat og elskum hann.

Brynjólfur Jósteinsson
(Mynd af láni af netinu)

Staðurinn er rekinn af Brynjólfi Jósteinssyni og fjölskyldu en hjá honum starfa um 30 manns öllu jafna.

Staðurinn er  þétt setinn í hverju hádegi en það koma á bilinu 800-900 manns þar við alla daga í hádeginu en eitthvað færra á kvöldin enda flest allir komnir heim til sín þá. Mörgum finnst samt líka gott að koma við aftur á kvöldin og margir koma og taka með sér mat heim.

Matstöðin opnaði fyrst í gamla biðskýlinu á Kársnesinu í Kópavoginum í mars árið 2017. Sökum mikilla vinsælda þar, þá var leigusamninginum sagt upp en stuttu áður hafði verið undirritaður samingur um stærra húsnæðið á Höfðabakkanum og sá staður átti að ná að þjóna fleirrum í einu.

Matstöðin að Höfðabakka 9 opnaði svo þar í september 2019.
Ætlunin hafði verið sú  að vera með Matstöðina á báðum stöðum og er hans  saknað af Kársnesinu hefur maður heyrt. En þá er bara að renna á Höfðabakkann.


Staðurinn er  þétt setinn í hverju hádegi.

Salurinn er stór og rúmgóður og er margt um manninn sem kemur þarna að snæða á staðnum í hádeginu og koma þar heilu vinnustaðahóparnir saman og njóta fjölbreytileikans í framboði á heitum mat.

Það er líka í boði að fá sendan mat í hádeginu fyrir vinnustaði og heimili. 
Ávallt eru í boði vegan réttir líka alla daga.


Séð yfir salinn rétt áður en allt fyllist.Hægt er að tylla sér þarna líka þar sem maturinn er sóttur til að taka með.

Matseðillinn er ansi fjölbreyttur alla vikuna og er stendur valið ávallt á milli 2-3 aðalrétta, fiskur, kjöt, pasta ofl að meðtaldri súpu og brauði og svo sætt í eftirrétt og ís, sem og ljúffengu kaffi, svo enginn ætti að fara svangur frá borði. 

Það mátti greinilega sjá að staðurinn er vel sóttur og þarna eru heilu hóparnir orðnir vel heimkærir og þykir þeim vænt um Matstöðina enda vel tekið á móti öllum þarna. 

Ég leit við þarna í nokkur skipti til að sjá úrvalið hjá þeim og mynda og hugsaði í leiðinni, jedúddamía hvað ég væri til í svona mat hjá þeim á hverjum degi. 

Smá myndabanki fyrir ykkur að skoða.

Snitzel og auðvitað með öllu tilheyrandi af meðlæti að vali hvers og eins.

Vegan snitzel 

Súpa og brauð. Þær eru fjölbreyttar eftir dögum eins og Villisveppasúpa, Mexíkó kjúklingasúpa, Blómkálssúpa, Kakósúpa, Brokkolí súpa, Aspassúpa, Tælensk fiskisúpa, Indversk papriku súpa, Sjávaréttasúpa, Sveppasúpa og að sjálfsögðu hin alíslenska kjötsúpa.

Pasta réttur

Purrusteik

Lax

Kjúklingaleggir í barbeque sósu

Hamborgarhryggur

Kótelettur í raspi alla laugardaga

Fiskur í orlý og franskar kartöflur

Pizzahlaðborð líka

Pylsur með öllu að eigin vali

Alltaf nóg af allsskonar meðlæti

Súkkulaði, jarðarberja og vanillu ís ásamt miklu úrvali af íssósum

Og svo er ljúffengt að koma við og taka með mat heim eftir langan vinnudag.

Eins og t.d. lax sem var þennan daginn sem ég kom

Eða ljúffenga svínapurrusteik með öllu

Hérna er listinn hvergi nærri tæmandi því hann getur hljómað svona fyrir einn daginn eins og lesa má hérna fyrir neðan:

Roast beef með remúlaði, steiktum lauk, súrum gúrkum, súrdeigsbrauði og kartöflusalati.
Súrsætt svínakjöt (sweet and sour) með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
Tælenskur fiskréttur með hrísgrjónum og jógúrtsósu.
Vegan: chix'n borgari með frönskum kartöflum og piparmayo.
Súpa: Aspassúpa.

Og verðið slær út hvaða skyndibita sem er og sanngjarnt að mínu mati fyrir svona heimilislega veislu með súpu, salatbar, ís, sætmeti og kaffi/te. 

Verð kr. 2990.- kr.
1500 fyrir börn yngri en 12 ára.
Hægt að kaupa 10 skipta kort á kr. 27.000.- sem mælt er með fyrir þá sem eru þarna reglulega.Svona gæti svo matseðillinn litið út fyrir vikuna en hann kemur inn í byrjun hverrar viku og svo matseðill dagsins fyrir hvern dag.

Opið er á milli kl.11:00 til 14:00 í hádeginu og á kvöldin á milli 16:30 til 20:00

Alla daga nema sunnudaga.

Matsöðin á feisbók
Vefsíðan þeirra www.matstodin.is

T
exti & myndir
Ingunn Mjöll


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 2
Mannamót 2024 - Hluti 2

February 09, 2024 2 Athugasemdir

Mannamót 2024 - Norðurland
Hérna má svo lesa um hluta 2 og skoða myndirnar sem ég tók og smávegis upplýsingar um þá aðila sem ég hitti, suma þekkti ég og aðra var ég að hitta í fyrsta sinn og lofar sumarið góðu.

Halda áfram að lesa