Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Annars eru Hellarnir við Hellu staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík, ágætis bítúr til að njóta sveitasælunnar.

Það var verulega skemmtilegt og fræðandi að fara í Hellana á Hellu og gaman að sjá hvað það er búið að gera mikið þarna og framkvæma, grafa og setja saman í áhugaverðan fróðleik sem ég hafði gaman af. Ég ætla ekki að skemma fyrir ykkur með því að segja of mikið því það er svo mikið skemmtilegra að heyra það frá heimafólkinu sem hefur haft fyrir því að setja þetta upp. 

En þeir eru 12 fornir hellar sem hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu.
Farið er inn í 3 af þeim og litið inn í 2 af þeim.

Hérna er hægt að tilla sér aðeins niður á meðan beðið er þar sem seldir eru miðar nema þið séuð búin að kaupa á netinu sem flest allir gera orðið en ekki allir.

Leiðsögn á ensku alla daga kl. 10:00, 12:00, 14:00 og 16:00.
Ferðir á íslensku fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl.14:00
Ath að eingöngu er hægt að skoða hellana í fylgd leiðsögumanna.
Skoða heimasíðuna þeirra hérna

Lagt var af stað og hellarnir eru lýstir upp skemmtilega hvert sem farið er.

Draugarnir i hellunum, nei nei bara skemmtilega hreyfð mynd!

Reglulega eru í boða Lúxusferðir fyrir hópa þar sem boðið er að sjálfsögðu boðið upp á einkaleiðsögn um hellana og þar á meðal er svo boðið upp á smakk af  Flóka viskí sem er fyrsta og eina viskíið sem framleitt er að öllu leiti á Íslandi, bjórsmakk frá Brugghúsinu Álfi í Þykkvabæ og svo góðgæti beint úr héraði, áhugaverður kostur fyrir starfsmanna og vinahópa.



Hérna eru hún Hanna leiðsögukona að segja frá sögu hellanna

Það má finna margt áhugavert...

Einn af inngöngunum í hellana

Hérna kennir ýmissa hluta

Einn af þeim sem eru í vinnslu og verður bætt við í hellaskoðuninni á komandi árum en það er margt áhugavert á teikniborðinu hjá þeim.

Ekki gleyma að skrifa í gestabókina ;)

Fjölskyldan á Ægíssíðu hefur séð um hellana í nærri 200 ár og 2019 opnuðum þau fjóra af tólf hellum fyrir almenningi. Í júlí 2024 hófst uppgröftur í fimmta hellinum og er nú hægt að skyggnast inn í hann. En meginmarkmiðið er að varðveita hellana og segja sögu þeirra, söguna sem forfeður okkar sögðu okkur af leyndardómum hellanna og landnáminu fyrir landnám segja þau á heimasíðunni en þið getið lesið meira um það sjálf hérna.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

East Iceland Food Coop!
East Iceland Food Coop!

February 19, 2025

East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að  nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa