Halló Selfoss!
December 06, 2024
Halló Selfoss!Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru
New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss og nágrenni
þann 28.september 2024 í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna úr þeirra hópi sem allar koma frá hinum ýmsu löndum en eiga það sameiginlegt að hafa hafið rekstur hér á landi, sumar hverjar með lítið sem ekkert bakland. Þær eru framúrskarandi snillingar. Heimsóknin var bæði til fyrirtækja í þeirra eigu og eins til annarra fyrirtækja í eigu íslendinga sem tóku vel á móti hópnum á hverjum stað.
Hérna var byrjað á að gæða sér á safa og samloku sem hvoru tveggja var mjög svo gott en það er margt í boði svo að allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Byrjað var á því að hittast á
Byrja kaffihúsinu á Selfossi sem var nú vel við hæfi og er í eigu þeirra hjóna
Christine Rae og Vigfúsar Blæs Ingasonar.
Hjónin Vigfús og Christine
Þau opnuðu staðinn í byrjun árs 2024 en þau höfðu hugsað þetta í mörg ár og að það vantaði morgunverðarstað fyrir samfélagið á Selfossi en Christine er frá Kanada og þeir eru mjög vinsælir þar, skemmtileg viðbót í fallega samfélagið sem hefur verið vel tekið.
Byrja er staðsett að Austurvegi 3 (Krónuhúsinu) og býður upp á morgunmat, hádegismat, kaffi og úrval rétta til að taka með.
Heimasíða Byrja
Næst var gengið saman út í Ráðhúsið þar sem við hittum sveitastjórann Braga Bjarnason og aðstoðarmann hans hana Ingunni nöfnu mína og þaðan var síðan þegar farið var út í
Fjölheima þar sem starfsemin þar var kynnt og voru konurnar einstaklega spenntar fyrir því að sjá Fablab sem þeim var svo boðið að koma í síðar.
Þá lá leið okkar út úr bænum að
Fljótshólum í Fljótdalshéraði til hennar
Michelle Bird listakonu.
Gulrótar týnslan sló í gegn
Michelle Bird
Jessi Kingan
eigandi að Rauða húsinu á Eyrabakka
Þar var boðið upp á léttar veitingar, listaverk skoðuð og síðan rölt út á akur og týndar gulrætur, eitthvað sem ég held að enginn okkar hafi gert áður, einstaklega gaman og ég get sagt ykkur að þær voru guðdómlega góðar!
Þessar fengu að koma með mér heim og þvílíkt lostæti sem þær voru.
Hérna má sjá hana að störfum við eitt af listaverkunum sínum.
Michelle á og rekur líka gistinu í Borgarfirði þar sem við heimsóttum hana einu sinni og áttum skemmtilegan dag saman. Henni er margt til lista lagt, hún málar, heldur námskeið, hefur skrifað bók sem ég er reyndar búin að lesa þar sem hún segir frá lífi sínu í riti og myndum af listaverkunum hennar. Virkilega gaman að fylgjast með henni, hennar ástríðu og svo hvernig hún heillaðist gjörsamlega af Íslandi fyrir meira en 10.árum síðan og hreinlega keypti sér hús í Borgarnesi og settist að þar en er þó núna komin með annan fótinn á suðurlandið, nánar tiltekið á Fljótshóla.
Heimasíða Michelle Bird
Mæðgurnar Elsa Magnúsdóttir og Sigga Pje
Nú ferð okkar hélt áfram og þá var það
Sólvangur hestabúgarðurinn og kaffihúsið þar sem þær mæðgur
Elsa Magnúsdóttir og Sigga Pje reka ásamt
Pétur N.Pjeturssyni. Þær tóku vel á móti okkur með ljúffengum veitingum, sögðu okkur sína sögu og sýndu okkur staðinn.
Sólvangur er fjölskyldurekin hestamiðstöð við Eyrarbakka sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu og fræðslu tengda íslenska hestinum. Við bjóðum m.a. upp á hesthúsaheimsóknir, að teyma undir börnum og reiðkennslu fyrir fólk á öllum aldri og stigum reiðmennsku. Á Sólvangi er hestatengt kaffihús og gjafavöruverslun, ásamt því að boðið er upp á gistingu í smáhýsum er sagt á heimasíðunni þeirra, skemmtilegt fyrir hestaáhugafólk að slá nokkrar áhugaverðar flugur i nokkrum höggum.
Ath. Þetta er sami afleggjarinn og þegar farið er út í Friðland Flóa á móti Eyrabakka. Mæli með heimsókn. Heimasíða Sólvangs
Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson fyrir framan Laugabúð
Dagskráin hélt áfram og keyrt var inn á
Eyrabakka þar sem þau hjónin
Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir tóku á móti okkur í
Laugabúð. Inga Lára sagði okkur skemmtilega frá sögu hússins og þeirra eigin aðkomu að kaupunum á húsinu.
Laugabúð eins og verslun Guðlaugs var jafnan kölluð er enn opin og nú í upprunarlegri mynd en þau hjónin keyptu húsið af börnum Guðlaugs árið 1998 en sonardóttir Guðlaugs hafði þá rekið verslunina fram til 1997.
Þarna hefur maður oft keyrt framhjá en aldrei farið inn en þau opnuð sérstaklega fyrir okkur þarna og sögðu okkur sögu húsins og þeirra í framhaldi.
Nú þá var komið að síðasta stoppinu og það var nú bara rölt þangað yfir í
Rauða húsið sem er rekið af henni
Jessi Kingan sem sagði okkur sína sögu. En Rauða húsið er staðsett í fallegu gömlu húsi á Eyrabakka. Þar er að finna 4 sali á 3.hæðum. Aðalveitingasalurinn er á miðhæðinni og er með pláss fyrir 42 gesti á 14 borðum sem eru dekkuð upp með fallegum hvítum borðdúkum. Salirnir eru svo leigðir út fyrir einkasamkvæmi á efstu hæðinni og í kjallaranum en fyrsta laugardagskvöldið í hverjum mánuði er barinn þar opinn.
Heimasíða Rauða hússins
Þar enduðum við þennan dásamlega dag á því að gæða okkur á gómsætri humarsúpu með salati og brauð og tala saman og kynnast, toppað svo með ljúffengu kaffi og súkkulaðiköku.
Gómsæt humarsúpa að hætti hússins
Gott salat
Þar voru tvær að kynna sig, þær
Lauren Walton skartgripa listakona & Becca Kant barnabókahöfundur og myndskreytir.Dásamlegur dagur með hópi kvenna sem allar eiga sína sögu að segja, drauma og þrár.
Áhugasamar konur um Félag kvenna í atvinnulífinu geta skoðað heimasíðuna og jafnvel skráð sig í félagið
hérna
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.