August 28, 2020
Whiskey sour með chili
Þennan fékk ég í hringferðinni minni í ágúst 2020 á Fosshótel Jökulsárlón og féll hann vel í kramið hjá mér þótt svo að ég sé nú ekki nein Whiskey kona en ég mæli alveg með þessum.
Hráefni:
6 cl Jeam Beam Bourbon Whiskey
3 cl safi úr sítrónu
3 cl sykursíróp með chili
1 eggjahvíta
Klakar
Chili til skreytingar
Aðferð:
Hellið whiskey, safa úr sítrónu, sykursírópi, eggjahvítu og klaka í kokteilahristara og hristið vel þar til kokteilinn freyðir.
Hellið í glas og skreytið með sneið af chili. Mér finnst gott að setja klakana með.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 13, 2022
September 29, 2022