September 29, 2022
Basil Gimlet
Einn af vinsælu drykkjunum/kokteilunum í dag og auðveld er að blanda hann og þarf ekki margt til að gera góðan drykk.
5 meðalstór basilíkublöð
60 ml af gini
1 lime, eða 30 ml af lime safa
1 til 2 tsk agave eða sírópi, eftir smekk
Blandið öllu saman og skeytið með basilíkublöðunum. Sumir saxa þau smátt og hrissta saman við. Fyllið upp með klaka og berið fram í fallegu glasi. Gott er að setja smá pipar úr kvörn ofan á drykkinn, mæli með.
Ef þú átt ekki til basilíkublöð þá er hægt að redda sér með Myntublöðum til að skreyta með.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 13, 2022
August 28, 2020