Purusteik

April 22, 2020

Purusteik

Purusteik
Hátíðarsteik um hátíðar eða til hátíðarbrigða.
Ég elska góða purusteik og hún þarf ekkert að vera neitt stór til að halda veislu en hún getur líka verið svínabógur með góðri purru.

Það sem skiptir öllu er valið á steikinni í upphafi, allt eftir því hvort þú ætlar hafa svínasíðu eða svínabóg og ef þú vilt hafa stökka puru en það er að hafa 2-4 cm fiturönd ofan á en það er einmitt galdurinn við góða stökka brakandi puru, fitan.

Það  skiptir máli að undirbúa pöruna rétt, passa að skurðirnir séu djúpir og puran vel þurr.
Nuddið salti vel á hana og pipar, ég hef líka alveg notað smá Seson All

Pipar
Negulnaglar
Lárviðarlauf

Skerðu í pöruna með beittum hníf með 1-2 cm á milli, allt eftir því hvað þú vilt hafa breiða rönd eða kubba.
Ef búið var að skera hana þegar þú keyptir hana, skaltu yfir fara skurðina, svo þeir séu nógu djúpir.
Þerraðu pöruna með eldhúspappír og nuddaðu hana og kjötið vel með salti og kryddaðu með pipar.
Stingdu negulnöglum og hálfum lárviðarlaufum ofan í skurðina á víð og dreif.
Settu steikina í ofnskúffu eða stórt eldfast mót.hitaðu ofninn í 200°c. 
(Margir setja hana á hvolf í ofnskúffuna ofan í vatnið í byrjun og snúa henni svo upp og setja á grindina og lækka niður í ofninum niður í 160°c) 
Helltu þá ½ -1 lítra af vatni í ofnskúffuna.
Steiktu kjötið í um 1 ½ klst. Eða þar til kjarnahiti er um 68°c.
Ef puran er ekki nógu stökk má hækka hitann rösklega í lok steikingartímans eða
kveikja jafnvel á grillinu en þá þarf að fylgjast með svo að puran brenni ekki.
Gott er að nota kjöthitamæli.

Ég var með brúnaðar kartöflur með, döðlurjómasalat, ferskt salat og rjómasveppasósu.

Njótið og deilið!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa

Lambalæri sneiðar í raspi
Lambalæri sneiðar í raspi

October 29, 2022

Lambalæri sneiðar í raspi
Gamalt og gott, eitthvað sem við flest þekkjum frá uppvextinum og börnin okkar tengja við okkur við, við forfeður okkar. Íslendingar elska þetta, borið fram með grænum baunum, kartöflum og rabarabara sultu, ertu að tengja ;)

Halda áfram að lesa