Purusteik

April 22, 2020

Purusteik

Purusteik
Hátíðarsteik um hátíðar eða til hátíðarbrigða.
Ég elska góða purusteik og hún þarf ekkert að vera neitt stór til að halda veislu en hún getur líka verið svínabógur með góðri purru.

Það sem skiptir öllu er valið á steikinni í upphafi, allt eftir því hvort þú ætlar hafa svínasíðu eða svínabóg og ef þú vilt hafa stökka puru en það er að hafa 2-4 cm fiturönd ofan á en það er einmitt galdurinn við góða stökka brakandi puru, fitan.

Það  skiptir máli að undirbúa pöruna rétt, passa að skurðirnir séu djúpir og puran vel þurr.
Nuddið salti vel á hana og pipar, ég hef líka alveg notað smá Seson All

Pipar
Negulnaglar
Lárviðarlauf

Skerðu í pöruna með beittum hníf með 1-2 cm á milli, allt eftir því hvað þú vilt hafa breiða rönd eða kubba.
Ef búið var að skera hana þegar þú keyptir hana, skaltu yfir fara skurðina, svo þeir séu nógu djúpir.
Þerraðu pöruna með eldhúspappír og nuddaðu hana og kjötið vel með salti og kryddaðu með pipar.
Stingdu negulnöglum og hálfum lárviðarlaufum ofan í skurðina á víð og dreif.
Settu steikina í ofnskúffu eða stórt eldfast mót.hitaðu ofninn í 200°c. 
(Margir setja hana á hvolf í ofnskúffuna ofan í vatnið í byrjun og snúa henni svo upp og setja á grindina og lækka niður í ofninum niður í 160°c) 
Helltu þá ½ -1 lítra af vatni í ofnskúffuna.
Steiktu kjötið í um 1 ½ klst. Eða þar til kjarnahiti er um 68°c.
Ef puran er ekki nógu stökk má hækka hitann rösklega í lok steikingartímans eða
kveikja jafnvel á grillinu en þá þarf að fylgjast með svo að puran brenni ekki.
Gott er að nota kjöthitamæli.

Ég var með brúnaðar kartöflur með, döðlurjómasalat, ferskt salat og rjómasveppasósu.

Njótið og deilið!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa