Purusteik

April 22, 2020

Purusteik

Purusteik
Hátíðarsteik um hátíðar eða til hátíðarbrigða.
Ég elska góða purusteik og hún þarf ekkert að vera neitt stór til að halda veislu en hún getur líka verið svínabógur með góðri purru.

Það sem skiptir öllu er valið á steikinni í upphafi, allt eftir því hvort þú ætlar hafa svínasíðu eða svínabóg og ef þú vilt hafa stökka puru en það er að hafa 2-4 cm fiturönd ofan á en það er einmitt galdurinn við góða stökka brakandi puru, fitan.

Það  skiptir máli að undirbúa pöruna rétt, passa að skurðirnir séu djúpir og puran vel þurr.
Nuddið salti vel á hana og pipar, ég hef líka alveg notað smá Seson All

Pipar
Negulnaglar
Lárviðarlauf

Skerðu í pöruna með beittum hníf með 1-2 cm á milli, allt eftir því hvað þú vilt hafa breiða rönd eða kubba.
Ef búið var að skera hana þegar þú keyptir hana, skaltu yfir fara skurðina, svo þeir séu nógu djúpir.
Þerraðu pöruna með eldhúspappír og nuddaðu hana og kjötið vel með salti og kryddaðu með pipar.
Stingdu negulnöglum og hálfum lárviðarlaufum ofan í skurðina á víð og dreif.
Settu steikina í ofnskúffu eða stórt eldfast mót.hitaðu ofninn í 200°c. 
(Margir setja hana á hvolf í ofnskúffuna ofan í vatnið í byrjun og snúa henni svo upp og setja á grindina og lækka niður í ofninum niður í 160°c) 
Helltu þá ½ -1 lítra af vatni í ofnskúffuna.
Steiktu kjötið í um 1 ½ klst. Eða þar til kjarnahiti er um 68°c.
Ef puran er ekki nógu stökk má hækka hitann rösklega í lok steikingartímans eða
kveikja jafnvel á grillinu en þá þarf að fylgjast með svo að puran brenni ekki.
Gott er að nota kjöthitamæli.

Ég var með brúnaðar kartöflur með, döðlurjómasalat, ferskt salat og rjómasveppasósu.

Njótið og deilið!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa