Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu.

Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi, allt hugsað sem uppskriftir af afurðum sem þau bjóða uppá. 

En fyrst deili ég með ykkur uppskriftinni sem ég gerði með Kiðlinga hryggnum sem ég keypti á matarmarkaðinum frá þeim.

Ég var með Kiðlingahrygginn sem var reyndar afar lítill en passaði fyrir mig í tvær mismunandi máltíðir. Sú fyrri var sett inn í ofn á 150°c í tæplega klukkutíma með rauðlauk, gulrótum og hvítlauk, kryddaði hann með svakalega góðu spönsku kryddi sem ég fékk nýlega sent frá Spáni, sjá mynd/ir.

Ath, smá ráð: 
Ég tók hann út nokkrum dögum áður en ég ætlaði að nota hann, rétt eins og ég geri alltaf við allt lamba/nautakjöt, það verður svo mikið meyrara.

Ég kryddaði hann með þessu kryddi sem sjá má á myndinni en hver og einn getur valið sitt krydd. Ég verð að segja að kryddið svo sannarlega kitlaði bragðlaukana mína.

Ég skar niður hálfan rauðlauk, 2 gulrætur og 2 hvítlauksrif og setti ferskt rósmarín krydd með og ég bætti svo við 2 dl af vatni og 2 dl af rauðvíni.

Soðið tók ég svo og bætti sama við Rauðvínssósu frá Toro og því vatni sem upp á vantaði að 3 dl því það gufar alltaf upp eitthvað af því. Þið getið að sjálfsögðu gert ykkar eigin beint úr soðinu.

Ég skar niður nokkrar kartöflur í báta, ca 4-5 og helti yfir það olíu og kryddaði með Rótargrænmetiskryddinu frá Kryddhúsinu og lét inn í ofn með kjötinu í um 25-30 mínútur.

Kiðlingahryggur, Rauðvínssósa Toro, kartöflubátar og grænmetið

Virkilega ljúffeng máltíð og aðeins öðruvísi en maður hefur áður borðað.

Daginn eftir þá ristaði ég súrdeigbrauðsneið, smurði hana með Svava sælkera sinnepi, rabarabara. 

Hitaði upp restina af kjötinu, kartöflunum og grænmetinu sem ég hafði sett allt saman við sósuna.

Setti svo allt ofan á brauðsneiðina...

Og toppaði það svo með einu steiktu eggi sem og aukalega smá af Svövu sinnepinu. Þvílíka veislan. 

Hérna koma svo uppskriftirnar frá þeim en eins og þið sjáið þá er undirstaðan hjá mér frá uppskriftinni af kiðlingabóginum en með mínu tvisti.

Ég á svo eftir að prufa meira af þessum gómsætu uppskriftum, klárt mál.

Hægeldaður kiðlingabógur

1 kiðlingabógur
1 laukur
4 gulrætur, miðlungsstórar
2-3 hvítlauksrif
2 greinar ferskt rósmarín
1 tsk svartur pipar
1 tsk salt
2 msk tómatpúrra
250 ml rauðvín
350 ml vatn

Aðferð:
Kryddið kjötið með salti og pipar. Setjið kjötið í pott með loki ásamt grófskornu grænmetinu, tómatpúrru, rauðvíni og vatni. Pottinum lokað, sett inn í ofn á 100°c í 4-5 tíma eftir stærð bitans. Ausið soðinu yfir af og til meðan verið er að elda.a

Snilld að sigta svo grænmetið frá soðinu og nota það í að búa til ljúffenga sósu með.

Birkisósa

4 góðar msk af grískri jógúrt
1-2 tsk Birkisýróp

Hrært saman. Einnig er hægt að nota Grenisýróp, Hrútaberja eða Rabbarbarasýróp frá Holt og Heiðum.

Bláberjasósa

4 góðar msk af grískri jógúrt
1-2 tsk af Bláberjasultu

Hrært saman. Einnig hægt að nota Hrútaberjasultu ofl góðar sultur frá Holti og Heiðum.

Chutney sósa

4 góðar msk af grískri jógúrt eða sýrðum rjóma
1-2 tsk af Gulrótarchutny eða Gulrófuchutney frá Breiðagerði Garðyrkjustöð

Hrært saman, getur verið gott að mixa með töfrasprota til að fá fíngerðari áferð.

Bændasalat

Fersk salatblanda, gúrka, smátómatar, paprika, mangósneiðar, avacado, eða bara það grænmeti og ávextir sem til eru í ísskápnum og þér finnst gott.
Salatostur eða einhver annar góður ostur, harðsoðin egg og þunnt sneitt Ægræti, Huðnubiti, Smalabiti eða Geitabiti.

Geita-partý

1 kg Geitahakk
1 stk Mexíkó ostur
1 tsk svartur pipar
1/2 dl Sesamfræ
1 tsk Paprikuduft
1 tsk Íslenskt sjávarsalt
1 tsk Chili flögur 
2 msk Steinselja þurrkuð

Setjið Geitahakkið í skál og blandið rifnum Mexíkó ostinum saman við ásamt kryddinu og hrærið vel saman með hnoðara. 

Búið til litlar kúlur og setjið þær svo á ofnplötu með smjörpappír.

Bakið við 180°c í 10-15 mínútur

Borðað með jógúrtsósu eða súrsætri sósu. 

Sem máltíð er gott að hafa hrísgrjón eða kartöflustöppu með.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa