Svið

July 15, 2020

Svið

Svið!
Þegar ég var að alsast upp þá voru svið öðru hverju á boðstólunum og þótti herramannsmatur, ég borðaði reynda bara tunguna þá en í dag allt nema augun, þau hafa bara ekki náð mér enn!

Sviðakjammar, 1 á mann ca.
Rófur, 1 stór fyrir 2 í mat t.d.

Ég sýð sviðin í klukkutíma og salta vel í vatnið með grófu salti, nú eða fínu ef ég á ekki til gróft en mér finnst þurfa að nota vel af saltinu því annars verða þau svo bragðlaus en gætið þó þess að salt ekki um og of.

Rófur eru soðnar í 30-40 mínútur til að fá þær vel mjúkar og svo er vatninu helt af og þær stappaðar vel og sykraðar eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kubbasteik í brúnni sósu
Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. 

Halda áfram að lesa

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa