February 17, 2025
Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.
500 gr nautahakk
1 pk Toro Ítölsk gryte
500 ml vatn
3-4 gulrætur
rifinn ostur
Steikið hakkið upp úr smjörlíki, ca 50 gr eða olíu. Passið að steikja það vel. Bætið þá saman við 500 ml af vatni og setjið pakkan af grýtunni saman við. Skerið gulrætur i sneiðar eða raspið niður með rifjárni, ég gerði bæði. Látið malla í um 20 mínútur.
Sjóðið kartöflurnar og gerið kartöflumúsina samhliða grýtunni.
300-400 gr af kartöflum
Sjóðið kartöflurnar, stappið þær síðan með með klípu af smjörlíki og hrærið saman við mjólk þar til ykkur finnst kartöflumúsin vera orðin eins og þið viljið hafa hana, milliþykka eða þykka, sykrið og smakkið til.
Þegar bæði grýtan og kartöflumúsin eru tilbúin þá byrjið þið á því að setja kartöflumúsina í eldfast form, þar ofan á grýtuna og svo toppað með rifna ostinum. Setjið inn í heitann ofn og hafið í um 10.mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 09, 2024
November 03, 2024
October 15, 2024