November 03, 2024
Aðferð
Kjötið sett í pott ásamt lárviðarlaufi, hluta af saltinu og sjóðheitu vatni hellt yfir; það á rétt að fljóta yfir kjötið. Soðið við fremur hægan hita þar til kjötið er það meyrt að það losni auðveldlega frá beinunum. Kjötið tekið upp úr soðinu, beinhreinsað og hakkað.
Laukurinn settur í soðið, ásamt kjötkrafti og Aromati og látið malla nokkra stund.
Soðið síað í annan pott og soðið niður í loklausum potti þar til ca 1,5 dl er eftir.
Þá er hakkið sett út í og hrært vel saman. Kryddað með allrahanda, salti og pipar eftir smekk.
Tekið af hitanum og hrært mjög vel, sett í mót og kælt.
Gott er að frysta kæfuna í mátulegum skömmtum.
Ath. Krydd- og saltbragð dofnar heldur við frystingu.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 17, 2025
Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.
December 09, 2024
October 15, 2024