Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir og að gera heimagerða kæfu er eitthvað sem maður lærir betur og betur í hvert skipti og nær vonandi að mastera einn daginn.

2.kíló af slögum
2 láviðarlauf
Sjóðandi heitt vatn
Soð af kjötinu
1 súputening/kraft
Smá Aromat
3 lauka
1 tsk hvítur pipar
1 tsk Allra handa

Aðferð

Kjötið sett í pott ásamt lárviðarlaufi, hluta af saltinu og sjóðheitu vatni hellt yfir; það á rétt að fljóta yfir kjötið. Soðið við fremur hægan hita þar til kjötið er það meyrt að það losni auðveldlega frá beinunum. Kjötið tekið upp úr soðinu, beinhreinsað og hakkað.

Laukurinn settur í soðið, ásamt kjötkrafti og Aromati og látið malla nokkra stund.
Soðið síað í annan pott og soðið niður í loklausum potti þar til ca 1,5 dl er eftir.

Þá er hakkið sett út í og hrært vel saman. Kryddað með allrahanda, salti og pipar eftir smekk.
Tekið af hitanum og hrært mjög vel, sett í mót og kælt.

Gott er að frysta kæfuna í mátulegum skömmtum.
Ath. Krydd- og saltbragð dofnar heldur við frystingu.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa