Steiktar kjötbollur

October 04, 2020

Steiktar kjötbollur

Steiktar kjötbollur
Góðar með brúnni sósu en það er líka alveg í lagi að prufa fleirri tegundir eins og karrísósu, sveppa, villi og rjómasósu, þær ættu allar að ganga upp með.

1.pk af kjötfarsi (ég kaupi oft frosið kjötfars í lengjum í Bónus og á í frystinum en það þiðnar mjög fljótt)

Settu smjörlíki á pönnu og notaðu svo skeið til að mynda bollurnar beint úr pakkanum, gott er að dýfa henni í smjörlíkið eða heitt vatn í glasi á milli svo að farsið festist ekki við skeiðina.

Þegar búið er að brúna þær á annarri hliðinni þá má snúa þeim við hverri á fætur annarri. Látið þær malla í ca.20 mínútur.
       
Gott er að setja bollurnar í fat og inn í ofn að halda heitu á meðan sósan er löguð til.

Brún sósa:
500 ml af vatni
1-2 tengingar af kjötkrafti
Maizena mjöl

Setjið vatnið á pönnuna þegar búið er að taka bollurnar af henni. Setjið teninginn út í vatnið og hrærið í. Þegar vatnið fer að byrja að sjóða er gott að byrja að þykkja með maizena mjölinu smátt og smátt og lækka undir. Bragðbætið eftir smekk með salti og pipar í viðbót ef vill.

Bollurnar eru svo bornar fram með sósunni, kartöflum og sultu eða salati.

Verði ykkur að góðu!
Deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa