Steiktar kjötbollur

October 04, 2020

Steiktar kjötbollur

Steiktar kjötbollur
Góðar með brúnni sósu en það er líka alveg í lagi að prufa fleirri tegundir eins og karrísósu, sveppa, villi og rjómasósu, þær ættu allar að ganga upp með.

1.pk af kjötfarsi (ég kaupi oft frosið kjötfars í lengjum í Bónus og á í frystinum en það þiðnar mjög fljótt)

Settu smjörlíki á pönnu og notaðu svo skeið til að mynda bollurnar beint úr pakkanum, gott er að dýfa henni í smjörlíkið eða heitt vatn í glasi á milli svo að farsið festist ekki við skeiðina.

Þegar búið er að brúna þær á annarri hliðinni þá má snúa þeim við hverri á fætur annarri. Látið þær malla í ca.20 mínútur.
       
Gott er að setja bollurnar í fat og inn í ofn að halda heitu á meðan sósan er löguð til.

Brún sósa:
500 ml af vatni
1-2 tengingar af kjötkrafti
Maizena mjöl

Setjið vatnið á pönnuna þegar búið er að taka bollurnar af henni. Setjið teninginn út í vatnið og hrærið í. Þegar vatnið fer að byrja að sjóða er gott að byrja að þykkja með maizena mjölinu smátt og smátt og lækka undir. Bragðbætið eftir smekk með salti og pipar í viðbót ef vill.

Bollurnar eru svo bornar fram með sósunni, kartöflum og sultu eða salati.

Verði ykkur að góðu!
Deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa