February 11, 2020
Steikt lifrapylsa með eplum
(fljótlegt og gott)
Lyfrapylsan er vinsæl og flokkast undir innmat sem margir kaupa í og gera sjálfir á haustinn og frysta svo til að eiga í kistunni yfir veturinn. Lyfrapylsan er góð bæði heit og köld en hérna er smá tvist á uppskriftinni, þarf ekki að vera flókið.
1 lifrapylsa (létt), sneidd
1 epli, sneitt
smá smjörklípa
Steikið létt á hvorri hlið, bæði lifrapylsuna og eplin.
Borið fram eplunum og kartöflumús ef vill eða rófustöppu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 09, 2024
January 17, 2024
December 28, 2023