Saltkjöt og baunir, túkall

March 08, 2020

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir
Túkall,,, ein af mörgum útgáfum af þessum þjóðar sprengidagsrétti okkar Íslendinga.

1½ l vatn vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. 
Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst).
Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann.
Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín.
Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín.
Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa

Buff í raspi
Buff í raspi

November 16, 2020

Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með 

Halda áfram að lesa