Saltkjöt og baunir, túkall

March 08, 2020

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir
Túkall,,, ein af mörgum útgáfum af þessum þjóðar sprengidagsrétti okkar Íslendinga.

1½ l vatn vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. 
Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst).
Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann.
Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín.
Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín.
Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa