Saltkjöt og baunir, túkall

March 08, 2020

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir
Túkall,,, ein af mörgum útgáfum af þessum þjóðar sprengidagsrétti okkar Íslendinga.

1½ l vatn vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. 
Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst).
Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann.
Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín.
Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín.
Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kubbasteik í brúnni sósu
Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. 

Halda áfram að lesa

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa