Saltkjöt og baunir, túkall

March 08, 2020

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir
Túkall,,, ein af mörgum útgáfum af þessum þjóðar sprengidagsrétti okkar Íslendinga.

1½ l vatn vatn
1 kg saltkjöt
750 g gulrófur
200 g gularbaunir
50 g hvítkál (má sleppa)
2 stk gulrætur (má sleppa)
1 stk laukur

Sjóðið baunirnar í 1 1/2 til 2 tíma. 
Saxið laukinn og sjóðið hann með (sumar baunir eru fyrst lagðar í bleyti í 2-3 klst).
Sjóðið 1-2 saltkjötsbita í súpunni síðasta klukkutímann.
Sjóðið restina af kjötinu í sér potti í u.þ.b. 1 klst.
Skerið gulrófurnar í bita og sjóðið með súpunni síðustu 30-45 mín.
Skerið gulræturnar í sneiðar og hvítkálið í ræmur og sjóðið hvorttveggja í súpunni síðustu 15-20 mín.
Þynnið baunirnar með soðinu af saltkjötinu eða með vatni, sé soðið of salt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa