Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

March 21, 2020

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á seinni árum hef ég ekki verið með þetta þar til núna og það verður bara að segjast að þetta smakkaðist alveg jafn vel og í minningunni og sósurnar sem ég var með stóðust alveg mínar væntingar, gott að blanda þeim saman yfir.

Fljótlegt og ódýrt 

8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.

Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)


Við notuðum þessar sósur með sem voru alveg meiriháttar góðar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa