Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

March 21, 2020

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á seinni árum hef ég ekki verið með þetta þar til núna og það verður bara að segjast að þetta smakkaðist alveg jafn vel og í minningunni og sósurnar sem ég var með stóðust alveg mínar væntingar, gott að blanda þeim saman yfir.

Fljótlegt og ódýrt 

8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.

Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)


Við notuðum þessar sósur með sem voru alveg meiriháttar góðar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa