Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

March 21, 2020

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á seinni árum hef ég ekki verið með þetta þar til núna og það verður bara að segjast að þetta smakkaðist alveg jafn vel og í minningunni og sósurnar sem ég var með stóðust alveg mínar væntingar, gott að blanda þeim saman yfir.

Fljótlegt og ódýrt 

8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.

Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)


Við notuðum þessar sósur með sem voru alveg meiriháttar góðar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa

Buff í raspi
Buff í raspi

November 16, 2020

Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með 

Halda áfram að lesa