Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

March 21, 2020

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á seinni árum hef ég ekki verið með þetta þar til núna og það verður bara að segjast að þetta smakkaðist alveg jafn vel og í minningunni og sósurnar sem ég var með stóðust alveg mínar væntingar, gott að blanda þeim saman yfir.

Fljótlegt og ódýrt 

8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.

Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)


Við notuðum þessar sósur með sem voru alveg meiriháttar góðar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa