March 21, 2020
Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á seinni árum hef ég ekki verið með þetta þar til núna og það verður bara að segjast að þetta smakkaðist alveg jafn vel og í minningunni og sósurnar sem ég var með stóðust alveg mínar væntingar, gott að blanda þeim saman yfir.
Fljótlegt og ódýrt
8 stórar heilhveiti brauðsn.
300gr kjötfars
Season all
4 egg
1 dós bakaðar baunir.
Smyrjið kjötfarsinu á brauðið og steikið vel(passið að gegnsteikja kjötfarsið.
Spælið eggin og setjið ofan á og berið svo fram með bökuðum baunum (má sleppa)
Við notuðum þessar sósur með sem voru alveg meiriháttar góðar.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
November 02, 2022
October 27, 2022
November 16, 2020