Pylsur og spaghetti

March 08, 2020

Pylsur og spaghetti

Pylsur og spaghetti
Krakkarnir elska þennan rétt og já sumir fullorðnir líka að sjálfsögðu enda tilbreyting í flóruna.

Efni:
1 ltr vatn
1 msk matarolía
1 tsk salt
100 g pasta
6-8 pylsur
1/2 paprika
1/2 epli
1/2 laukur
1-2 dl mjólk
1-2 dl tómatsósa
4 msk smurostur
( bragðbætið með kryddblöndum s.s. SeasonAll )

Það er líka hægt að stinga pastanu svona í gegnum pylsurnar, krakkarnir hafa mjög gaman af því.

Aðferð:
1. Setjið vatn, salt og matarolíu í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið pastað í 10 mín.
2. Brytjið pylsurnar, paprikuna, eplið og blaðlaukinn og steikið í matarolíu á pönnu í 3 mín.
3. Látið mjólk, tómatsósu, smurost og season all á pönnuna og lækkið hitann, látið malla í 5 mín
og hrærið í öðru hvoru.
4. Hellið pastanu í sigti og blandið því svo saman við pylsurnar á pönnunni.
 
Njótið og deilið með gleði


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
 




Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa