Pylsur og spaghetti

March 08, 2020

Pylsur og spaghetti

Pylsur og spaghetti
Krakkarnir elska þennan rétt og já sumir fullorðnir líka að sjálfsögðu enda tilbreyting í flóruna.

Efni:
1 ltr vatn
1 msk matarolía
1 tsk salt
100 g pasta
6-8 pylsur
1/2 paprika
1/2 epli
1/2 laukur
1-2 dl mjólk
1-2 dl tómatsósa
4 msk smurostur
( bragðbætið með kryddblöndum s.s. SeasonAll )

Það er líka hægt að stinga pastanu svona í gegnum pylsurnar, krakkarnir hafa mjög gaman af því.

Aðferð:
1. Setjið vatn, salt og matarolíu í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið pastað í 10 mín.
2. Brytjið pylsurnar, paprikuna, eplið og blaðlaukinn og steikið í matarolíu á pönnu í 3 mín.
3. Látið mjólk, tómatsósu, smurost og season all á pönnuna og lækkið hitann, látið malla í 5 mín
og hrærið í öðru hvoru.
4. Hellið pastanu í sigti og blandið því svo saman við pylsurnar á pönnunni.
 
Njótið og deilið með gleði


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
 



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa