Pylsur og spaghetti

March 08, 2020

Pylsur og spaghetti

Pylsur og spaghetti
Krakkarnir elska þennan rétt og já sumir fullorðnir líka að sjálfsögðu enda tilbreyting í flóruna.

Efni:
1 ltr vatn
1 msk matarolía
1 tsk salt
100 g pasta
6-8 pylsur
1/2 paprika
1/2 epli
1/2 laukur
1-2 dl mjólk
1-2 dl tómatsósa
4 msk smurostur
( bragðbætið með kryddblöndum s.s. SeasonAll )

Það er líka hægt að stinga pastanu svona í gegnum pylsurnar, krakkarnir hafa mjög gaman af því.

Aðferð:
1. Setjið vatn, salt og matarolíu í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið pastað í 10 mín.
2. Brytjið pylsurnar, paprikuna, eplið og blaðlaukinn og steikið í matarolíu á pönnu í 3 mín.
3. Látið mjólk, tómatsósu, smurost og season all á pönnuna og lækkið hitann, látið malla í 5 mín
og hrærið í öðru hvoru.
4. Hellið pastanu í sigti og blandið því svo saman við pylsurnar á pönnunni.
 
Njótið og deilið með gleði


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
 




Einnig í Heimilismatur

Kubbasteik í brúnni sósu
Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. 

Halda áfram að lesa

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa