Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. Það getur líka verið gott að hafa með þessu papriku, brokkolí eða annað sem til er.


Takið gúllasið út 4-6 dögum áður en þið ætlið að nota það því þá verður það einstaklega meyrt og gott.

Skerið kjötið niður í smætti bita og steikið upp úr smjörlíki eða olíu eftir ykkar smekk.

Bætið saman við 1 rauðlauk niðurskornum og 2-3 gulrótum, sneiddar þversum

Látið kjötið og grænmetið malla við vægan hita í um 50-60 mínútur og bætið við vatni svo flæði yfir kjötið og bætið þá saman við eins og einum pakka af Orientalsk Gryte og hrærið þar til sósan hefur þykknað, bætið saman við vatni eða mjólk og smakkið til.

Á meðan kjötið er að malla, sjóðið þá kartöflur og útbúið ekta kartöflumús.

1/2 kíló af kartöflum, skrælið og sjóðið í um 18-20 mínútur eftir stærð
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, bætið þá saman við ca.35-50 gr af smjöri/smjörlíki og stappið saman við með kartöflustappara og þynnið svo með mjólk þar til músin er orðin eins og þið viljið hafa hana. Bætið þá 2-3 msk af sykri saman við og já smakkið aftur og bætið við sykri ef ykkur finnst vanta meira.

Berið svo fram með rifsberjasultu eða rabarbarasultu.

Nú ef svo skemmtilega vill til eins og gerist yfirleitt hjá mér að það sé afgangur þá er um að gera að vera frumlegur og prufa eitthvað nýtt eins og t.d. þetta.

Ristið brauð og setjið gúllas ofan á

Setjið kartöflumús ofan á gúllasið

Og rifinn ost þar ofan á og inn í ofn á 180°c þar til osturinn er bráðanður

Og berið fram með kartöflustráum og njótið

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa