Lambalifur með beikoni

March 11, 2020

Lambalifur með beikoni

Lambalifur með beikoni, lauk og sveppum
Fyrir 4

Lifur og nýru eru innmatur sem mér finnst verulega góður og aldist upp við að fá þegar pabbi minn fór hringinn í kringum landið í vinnuferð þvi að hann borðaði ekki innmat en það gerði mamma mín, heppna ég fékk þar að leiðandi oft þannig mat þegar við vorum tvær einar heima og í dag elda ég þetta sjálf á hverju ári, mætti vera oftar.
Á myndinni eru bæði lambalifur og nýru en ég elda það tvennt alltaf saman, samskonar eldamennska nema að maður tekur þunnu húðina af nýrunum og ég sker þau í tvennt áður en ég steiki þau og ég velti þeim upp úr því sama og lifrin.

800 gr lambalifur, skorin í 2 cm sneiðar
Salt
Nýmalaður pipar
1-2 dl hveiti
3 msk olía
6-8 beikonsneiðar, skornar í bita
1 stór laukur, skrældur og skorinn í bita
20 litlir sveppir
4 dl rauðvín eða vatn
2 lárviðarlauf
1 tsk timían
1 tsk tómatþykkni
Sósujafnari
40 gr smjör eða 1 dl rjómi
1 msk kjötkraftur

Kryddið lifur með salti og pipar og veltið upp úr hveiti.
Steikið lifrina í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín á hvorri hlið.
Takið þá lifrina af pönnunni og steikið beikon, lauk og sveppi í 2 mín.
Bætið víni eða vatni á pönnuna og sjóðið niður um helming ásamt lárviðarlaufi, tímíani og tómatþykkni.
Setjið lifrina aftur á pönnuna og sjóðið í 2-3 mín. Þykkið sósuna með sósujafnara.
Takið pönnuna af hellunni og bætið smjöri í sósuna.
Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.
Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti.
Ef þið viljið nota vatn frekar en vín þá er settur rjómi í stað smjörs í sósuna.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa