March 11, 2020
Lambalifur með beikoni, lauk og sveppum
Fyrir 4
Lifur og nýru eru innmatur sem mér finnst verulega góður og aldist upp við að fá þegar pabbi minn fór hringinn í kringum landið í vinnuferð þvi að hann borðaði ekki innmat en það gerði mamma mín, heppna ég fékk þar að leiðandi oft þannig mat þegar við vorum tvær einar heima og í dag elda ég þetta sjálf á hverju ári, mætti vera oftar.
Á myndinni eru bæði lambalifur og nýru en ég elda það tvennt alltaf saman, samskonar eldamennska nema að maður tekur þunnu húðina af nýrunum og ég sker þau í tvennt áður en ég steiki þau og ég velti þeim upp úr því sama og lifrin.
800 gr lambalifur, skorin í 2 cm sneiðar
Salt
Nýmalaður pipar
1-2 dl hveiti
3 msk olía
6-8 beikonsneiðar, skornar í bita
1 stór laukur, skrældur og skorinn í bita
20 litlir sveppir
4 dl rauðvín eða vatn
2 lárviðarlauf
1 tsk timían
1 tsk tómatþykkni
Sósujafnari
40 gr smjör eða 1 dl rjómi
1 msk kjötkraftur
Kryddið lifur með salti og pipar og veltið upp úr hveiti.
Steikið lifrina í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín á hvorri hlið.
Takið þá lifrina af pönnunni og steikið beikon, lauk og sveppi í 2 mín.
Bætið víni eða vatni á pönnuna og sjóðið niður um helming ásamt lárviðarlaufi, tímíani og tómatþykkni.
Setjið lifrina aftur á pönnuna og sjóðið í 2-3 mín. Þykkið sósuna með sósujafnara.
Takið pönnuna af hellunni og bætið smjöri í sósuna.
Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.
Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti.
Ef þið viljið nota vatn frekar en vín þá er settur rjómi í stað smjörs í sósuna.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 09, 2024
November 03, 2024
October 15, 2024