Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!


Setjið olíu/smjörlíki á pönnu og setjið lambakótelettur/framhryggssneiðar á pönnuna og kryddið með t.d. Best á lambið eða öðru kryddi að ykkar vali.
Látið á hæsta hita í byrjun, snúið þeim við þegar þið farið að sjá safann af þeim koma upp og kryddið þær eins hinu megin og lækkið hitan niður á 2-3 og látið malla í um 20.mínútur

Hérna skellti ég í eina létta karrísósu frá Toro með, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum.

Sjóðið kartöflur, gerið ráð fyrir 18-20 mínútum í suðu á þessari stærð ca.

Beriið fram með fersku salati

Lambhaga íssalat
Agúrka
Tómatar
Paprika
Fetaostur

Mér finnst mjög gott að setja ofan á salatið mitt Sinneps salat sósuna sem fæst í Krónunni.

Njótið vel og deilið að vild!

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa