Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik í brúnni sósu

Kubbasteik/Ömmusteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. En það fylgja alltaf með þessar litlu krúttilegu lamba smásteikur sem ég kýs að kalla kubbasteik eins og mamma gerði og hana nýti ég í bæði að gæða mér á með brúnni sósu eða annarri og svo hvernig ég nýti þetta út í brúna sósu svo og ef það er ennþá rest þá skelli ég henni í tartalettur eða jafnvel í vefjur og bæti þá grænmeti saman við. Ég allavega nýti allt mjög vel.

Tips frá mér!
Takið lambakjötið út 4-5 dögum áður en þið ætlið að nota það því þá verður það 
meyrt og gott.

Kryddið kjötið á báðum hliðum með góðu lambakjötskryddi

Steikið kjötið á pönnu og notið smjörlíki eða olíu eftir ykkar smekk, ég notaði smjörlíki. Ég hafði á hæsta hita til að byrja með og lækkaði svo niður þegar ég

sneri þeim við niður í 2 af 5

Snúið kjötinu við þegar þið sjáið að það er farið að koma smá roði upp af kjötinu
og látið það malla á vægum hita í um 30-35 mínútur. Munið að sjóða með kartöflur, tekur um ca.18-20 mínútur af þeim tíma sem kjötið er að eldast og 
útbúið sósuna. Ég notaði brúna sósu frá Toro í þetta sinn.

Kubbasteikina bar ég svo fram með kartöflum, brúnni sósu og rifsberja sultu

Daginn eftir var önnur veisla en ég hafði kvöldið áður skorið allt kjötið af beinunum
og sett út í sósuna ásamt kartöflunum svo ég þurfti bara að hita það upp og njóta.

Oft ef það er meiri afgangur þá set ég í Tartalettur svona fyrir tilbreytinguna.

Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll

Njótið & deilið með gleði...

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa