Kjötfars & kál

February 11, 2020

Kjötfars & kál

Kjötfars & kál

Kjötfars og kál þekkja margir íslendingar mæta vel og hér á árum áður þá var þetta oft kallaðir kálbögglar en þá var farsinu skellt inn í kálið og það fest saman með tannstöngli. Núna í dag þá smellum við oft bara bollunum beint út í vatnið og kálinu í kringum það!

500 gr kjötfars eða eftir fjölda í mat
1/2-1 hvítkálshaus

Gott er að vera búin að láta suðuna koma upp á vatninu áður en bollurnar eru settar útí.
Ég nota svo skeið og dýfi henni rétt út í vatnið og móta bollurnar en þá festist farsið ekki eins við, ég raða svo kálinu meðfram eftir að hafa skorið það niður í 2-4 parta. Látið malla i ca 20 mínútur.

Borið fram með kartöflum og bræddu smjöri.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa