February 11, 2020
Kjötfars & kál
Kjötfars og kál þekkja margir íslendingar mæta vel og hér á árum áður þá var þetta oft kallaðir kálbögglar en þá var farsinu skellt inn í kálið og það fest saman með tannstöngli. Núna í dag þá smellum við oft bara bollunum beint út í vatnið og kálinu í kringum það!
500 gr kjötfars eða eftir fjölda í mat
1/2-1 hvítkálshaus
Gott er að vera búin að láta suðuna koma upp á vatninu áður en bollurnar eru settar útí.
Ég nota svo skeið og dýfi henni rétt út í vatnið og móta bollurnar en þá festist farsið ekki eins við, ég raða svo kálinu meðfram eftir að hafa skorið það niður í 2-4 parta. Látið malla i ca 20 mínútur.
Borið fram með kartöflum og bræddu smjöri.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 15, 2024
September 18, 2024
September 09, 2024