Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Einfaldur heimilismatur!

1.pakki af Bolognese hvítlauks
10 litlar bollur
Primadonna ostur, raspaður niður
Kokteiltómatar eða aðrir sambærilegir
Skalottlaukur, skorinn í sneiðar
Spagettí, ca 1 lúka

Sjóðið spagettíið og hitið upp sósuna samkvæmt leiðbeiningum. 500 ml af vatni og innihald pakkans. Skerið laukinn í sneiðar og tómatana í tvenn og bætið út í sósuna ásamt kjötbollunum og þegar spagettíið er tilbúið, bætið því þá út í líka.

Stráið ostinum yfir og berið fram með krydd/hvítlauksbrauði eða öðru eftir ykkar vali og njótið vel.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa

Kubbasteik í brúnni sósu
Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik/Ömmusteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. 

Halda áfram að lesa