Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Einfaldur heimilismatur!

1.pakki af Bolognese hvítlauks
10 litlar bollur
Primadonna ostur, raspaður niður
Kokteiltómatar eða aðrir sambærilegir
Skalottlaukur, skorinn í sneiðar
Spagettí, ca 1 lúka

Sjóðið spagettíið og hitið upp sósuna samkvæmt leiðbeiningum. 500 ml af vatni og innihald pakkans. Skerið laukinn í sneiðar og tómatana í tvenn og bætið út í sósuna ásamt kjötbollunum og þegar spagettíið er tilbúið, bætið því þá út í líka.

Stráið ostinum yfir og berið fram með krydd/hvítlauksbrauði eða öðru eftir ykkar vali og njótið vel.

Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa