January 17, 2024
Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.
Einfaldur heimilismatur!
1.pakki af Bolognese hvítlauks
10 litlar bollur
Primadonna ostur, raspaður niður
Kokteiltómatar eða aðrir sambærilegir
Skalottlaukur, skorinn í sneiðar
Spagettí, ca 1 lúka
Sjóðið spagettíið og hitið upp sósuna samkvæmt leiðbeiningum. 500 ml af vatni og innihald pakkans. Skerið laukinn í sneiðar og tómatana í tvenn og bætið út í sósuna ásamt kjötbollunum og þegar spagettíið er tilbúið, bætið því þá út í líka.
Stráið ostinum yfir og berið fram með krydd/hvítlauksbrauði eða öðru eftir ykkar vali og njótið vel.
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Deilið með gleði,,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 15, 2024
September 18, 2024
September 09, 2024