Kjöt í karrí

July 14, 2020

Kjöt í karrí

Kjöt í karrí
Kjöt í karrísósu er einn af okkar góðu þjóðarréttum og oftar en ekki er soðið súpukjöt eða afgangar frá deginum áður af lambakjöti notað í pottrétt. Þarna ákvað ég að prufa nýja aðferð og setti réttinn ofan á hrísgrjón og inni í ofn.

Lambakjöt
Krydd (Seson All)
2.pk karrísósa frá Toro
2.pk hrísgrjónapokar
Kartöflur
Smjörlíki
Mjólk

Ég byrja alltaf á því að krydda kjötið og steikja það aðeins á báðum hliðum og helli vatni svo yfir og læt suðuna koma upp, lækka þá niður og læt malla alveg í góðan klukkutíma, jafnvel aðeins lengur svo að kjötið verði ofur meyrt og gott.

Ég útbý svo karrísósuna og í þetta sinn þá bakaði ég upp karrísósu í pakka frá Toro með því að bræða smjörlíki, ca 100 gr og svo bætti ég 2.pk út í og þynni með mjólk þar til létt og ljúft.

Ég sýð svo kartöflur og hrísgrjón og þegar allt er tilbúið þá byrja ég á að setja hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, brytja svo kjötið niður og set ofan á grjónin, sker kartöflurnar í bita og bæti ofan á líka og helli svo sósunni yfir.

Fyrir þá sem vilja þá geta þeir sett ost ofan á og gratenerað réttinn þannig.

Borið fram með góðu brauði eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa