Kjöt í karrí

July 14, 2020

Kjöt í karrí

Kjöt í karrí
Kjöt í karrísósu er einn af okkar góðu þjóðarréttum og oftar en ekki er soðið súpukjöt eða afgangar frá deginum áður af lambakjöti notað í pottrétt. Þarna ákvað ég að prufa nýja aðferð og setti réttinn ofan á hrísgrjón og inni í ofn.

Lambakjöt
Krydd (Seson All)
2.pk karrísósa frá Toro
2.pk hrísgrjónapokar
Kartöflur
Smjörlíki
Mjólk

Ég byrja alltaf á því að krydda kjötið og steikja það aðeins á báðum hliðum og helli vatni svo yfir og læt suðuna koma upp, lækka þá niður og læt malla alveg í góðan klukkutíma, jafnvel aðeins lengur svo að kjötið verði ofur meyrt og gott.

Ég útbý svo karrísósuna og í þetta sinn þá bakaði ég upp karrísósu í pakka frá Toro með því að bræða smjörlíki, ca 100 gr og svo bætti ég 2.pk út í og þynni með mjólk þar til létt og ljúft.

Ég sýð svo kartöflur og hrísgrjón og þegar allt er tilbúið þá byrja ég á að setja hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, brytja svo kjötið niður og set ofan á grjónin, sker kartöflurnar í bita og bæti ofan á líka og helli svo sósunni yfir.

Fyrir þá sem vilja þá geta þeir sett ost ofan á og gratenerað réttinn þannig.

Borið fram með góðu brauði eftir smekk.

Einnig í Heimilismatur

Svið
Svið

July 15, 2020

Svið!
Þegar ég var að alsast upp þá voru svið öðru hverju á boðstólunum og þótti herramannsmatur, ég borðaði reynda bara tunguna þá en í dag allt nema augun,

Halda áfram að lesa

Saltkjöt og baunir !
Saltkjöt og baunir !

March 25, 2020

Saltkjöt og baunir !
Líklega borða Íslendingar aldrei meira af lambakjöti á einum degi en einmitt á sprengidaginn, því mjög margir fylgja þeirri gömlu hefð að bera fram baunasúpu

Halda áfram að lesa

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Rónabrauð (Kjötfars á brauði)

March 21, 2020

Rónabrauð (Kjötfars á brauði)
Einu sinni þá var þessi matur oft á mínum borðum þegar strákarnir voru litlir en á

Halda áfram að lesa