March 21, 2020
Hakkbollur
Það eru til svo margar útgáfur af hakkbollum og svo getur verið gaman að prufa sig áfram, þetta er ein af mínum útgáfum.
500 gr nautahakk
2 egg
ritzkex eftir smekk, vel mulið
smá hveiti, til að halda kjötinu saman
salt & pipar og annað krydd eftir smekk
Kikoman soyjasósa, 1-2 msk
Chili ostur 2-3 msk
Hrærið vel saman og kryddið eftir ykkar smekk.
Mótið bollurnar í hæfilega stórar kúlur og setjið á pönnu.
Steikið bollurnar í smá stund báðu megin og hellið síðan vatni sem rétt liggur yfir bollurnar.
Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir og látið malla í ca 25 mín.
Takið bollurnar uppúr og setjið í eldfast mót (hægt að setja þær inn í volgan ofn á meðan sósan er gerð)
Notið kraftinn úr soðinu og hellið maizena mjöli úti og þykkið.
Borið fram með kartöflum og sultu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 09, 2024
January 17, 2024
December 28, 2023