Hakkbollur

March 21, 2020

Hakkbollur

Hakkbollur
Það eru til svo margar útgáfur af hakkbollum og svo getur verið gaman að prufa sig áfram, þetta er ein af mínum útgáfum.

500 gr nautahakk

2 egg
ritzkex eftir smekk, vel mulið
smá hveiti, til að halda kjötinu saman
salt & pipar og annað krydd eftir smekk
Kikoman soyjasósa, 1-2 msk
Chili ostur 2-3 msk

Hrærið vel saman og kryddið eftir ykkar smekk.
Mótið bollurnar í hæfilega stórar kúlur og setjið á pönnu.
Steikið bollurnar í smá stund báðu megin og hellið síðan vatni sem rétt liggur yfir bollurnar.
Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir og látið malla í ca 25 mín.
Takið bollurnar uppúr og setjið í eldfast mót (hægt að setja þær inn í volgan ofn á meðan sósan er gerð)
Notið kraftinn úr soðinu og hellið maizena mjöli úti og þykkið.

Borið fram með kartöflum og sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kubbasteik í brúnni sósu
Kubbasteik í brúnni sósu

December 05, 2023

Kubbasteik í brúnni sósu
Ég kaupi reglulega heilan skrokk af lambakjöti og læt þá skera niður læri í sneiðar, hrygg í sneiðar, ýmist á grillið eða þessar hefðbundnu til að setja í rasp. 

Halda áfram að lesa

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Kjötfars bollur í raspi
Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

Halda áfram að lesa