Hakkbollur

March 21, 2020

Hakkbollur

Hakkbollur
Það eru til svo margar útgáfur af hakkbollum og svo getur verið gaman að prufa sig áfram, þetta er ein af mínum útgáfum.

500 gr nautahakk

2 egg
ritzkex eftir smekk, vel mulið
smá hveiti, til að halda kjötinu saman
salt & pipar og annað krydd eftir smekk
Kikoman soyjasósa, 1-2 msk
Chili ostur 2-3 msk

Hrærið vel saman og kryddið eftir ykkar smekk.
Mótið bollurnar í hæfilega stórar kúlur og setjið á pönnu.
Steikið bollurnar í smá stund báðu megin og hellið síðan vatni sem rétt liggur yfir bollurnar.
Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir og látið malla í ca 25 mín.
Takið bollurnar uppúr og setjið í eldfast mót (hægt að setja þær inn í volgan ofn á meðan sósan er gerð)
Notið kraftinn úr soðinu og hellið maizena mjöli úti og þykkið.

Borið fram með kartöflum og sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa