Hakkbollur

March 21, 2020

Hakkbollur

Hakkbollur
Það eru til svo margar útgáfur af hakkbollum og svo getur verið gaman að prufa sig áfram, þetta er ein af mínum útgáfum.

500 gr nautahakk

2 egg
ritzkex eftir smekk, vel mulið
smá hveiti, til að halda kjötinu saman
salt & pipar og annað krydd eftir smekk
Kikoman soyjasósa, 1-2 msk
Chili ostur 2-3 msk

Hrærið vel saman og kryddið eftir ykkar smekk.
Mótið bollurnar í hæfilega stórar kúlur og setjið á pönnu.
Steikið bollurnar í smá stund báðu megin og hellið síðan vatni sem rétt liggur yfir bollurnar.
Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir og látið malla í ca 25 mín.
Takið bollurnar uppúr og setjið í eldfast mót (hægt að setja þær inn í volgan ofn á meðan sósan er gerð)
Notið kraftinn úr soðinu og hellið maizena mjöli úti og þykkið.

Borið fram með kartöflum og sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa