Buff í raspi

November 16, 2020

Buff í raspi

Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með mér svo þessi verður gerður fljótlega aftur.


500 gr nautahakk
Hveiti
1 egg
Season All krydd
Soya sósu
Relish súrar gúrkur blanda

Hrærið saman hakki, 1 eggi og kryddið eftir smekk og bætið saman við 2-3 msk af soya sósu, ég notaði Kikoman.

Bætið svo Relish líka saman við og hveiti í resina til að halda þessu saman, ég reyni að komast af með sem minnst af því en þetta er smekkatriði.

Útbúið svo jafnt í buff úr blöndunni og veltið hverri upp úr raspi og steikið á pönnu, ég notaði smjörlíki.

     
Best er að nota pönnu með loki og láta það yfir og láta malla í ca.30 mínútur þar til þær eru eldaðar í gegn.

Berið fram með brúnni sósu, kartöflum, sultu og salati.



Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa

Bolognese gryte!
Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Halda áfram að lesa

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa