November 16, 2020
Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með mér svo þessi verður gerður fljótlega aftur.
500 gr nautahakk
Hveiti
1 egg
Season All krydd
Soya sósu
Relish súrar gúrkur blanda
Hrærið saman hakki, 1 eggi og kryddið eftir smekk og bætið saman við 2-3 msk af soya sósu, ég notaði Kikoman.
Bætið svo Relish líka saman við og hveiti í resina til að halda þessu saman, ég reyni að komast af með sem minnst af því en þetta er smekkatriði.
Útbúið svo jafnt í buff úr blöndunni og veltið hverri upp úr raspi og steikið á pönnu, ég notaði smjörlíki.
Best er að nota pönnu með loki og láta það yfir og láta malla í ca.30 mínútur þar til þær eru eldaðar í gegn.
Berið fram með brúnni sósu, kartöflum, sultu og salati.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 18, 2024
September 09, 2024
January 17, 2024