Buff í raspi

November 16, 2020

Buff í raspi

Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með mér svo þessi verður gerður fljótlega aftur.


500 gr nautahakk
Hveiti
1 egg
Season All krydd
Soya sósu
Relish súrar gúrkur blanda

Hrærið saman hakki, 1 eggi og kryddið eftir smekk og bætið saman við 2-3 msk af soya sósu, ég notaði Kikoman.

Bætið svo Relish líka saman við og hveiti í resina til að halda þessu saman, ég reyni að komast af með sem minnst af því en þetta er smekkatriði.

Útbúið svo jafnt í buff úr blöndunni og veltið hverri upp úr raspi og steikið á pönnu, ég notaði smjörlíki.

     
Best er að nota pönnu með loki og láta það yfir og láta malla í ca.30 mínútur þar til þær eru eldaðar í gegn.

Berið fram með brúnni sósu, kartöflum, sultu og salati.



Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa