Bolognese gryte!

September 09, 2024

Bolognese gryte!

Bolognese gryte!
Einstaklega einfaldur og góður réttur. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að bæta út í hann litlum tómötum, skornum gulrótarbitum, blaðlauk eða því sem ykkur dettur í hug. Ég ákvað að hafa hann einfaldann í þetta sinn og prufa hann þannig og hann var mjög bragðgóður. 

Hagsýna húsmóðir!
Restina af réttinum setti ég svo í 8 vefjur og á því til góða í nokkra máltíðir.

1.pk af Toro Bolognese gryte
500 gr af hakki, ég notaði nautahakk
8 dl af vatni
Krydd, ég notaði Seasoning Blends
Olíu/smjörlíki, ykkar val

Ég setti smávegis af olíu í botninn á pönnunni og steikti kjötið þar til það var tilbúið, ég kryddaði það smávegis. Þá bætti ég saman við vatninu og svo pk af Toro Bolognese grýtunni og lét mall í ca.15-20 mínútur eða þar til mér fannst pastað vera orðið nægilega mjúkt. Bar svo fram með glænýjum kartöflum og hvítlauksbrauði og stráði Parmesan osti yfir.

Ég kryddaði kjötið lítilega eða eftir mínum smekk...

Setti 8 dl af vatni saman við kjötið og svo pk af Toro blöndunni saman við

Lét svo malla í 20-30 minútur eða þar til mér fannst pastað vera orðið tilbúið

Bar svo fram með kartöflum, parmesan osti og hvítlauksbrauði

Virkilega gott

Restina af kjötblöndunni setti ég á 8.stk miðstærð af Tortillum. 
Setti mozarella ost fyrst, svo kjötblönduna, nachos og parmesan ost og lokaði.

8.stk tilbúin beint í frystinn

Ég pakkaði hverju stk fyrir sig í álpappír og svo í frystipoka og get svo tekið út 1-2 eftir hendinni þegar ég vil taka mér frí frá eldamennskunni.

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa

Gellur og kinnfiskur!
Gellur og kinnfiskur!

September 18, 2024

Gellur og kinnfiskur!
Fátt eitt sem eldra fólki finnst eins gott og að fá gellur og kinnfisk og þá er að verða við óskum þeirra og þar sem ég varð fyrir því láni að fá gefins stórar og flottar kinnar þá var bara farið og verslað í viðbót smávegis og svo gellur líka.

Halda áfram að lesa