Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Bollur í chili rjómasósu

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði. Mjög góð en næst mun ég prufa að sleppa rjómanum og hafa hana bara með Chilli sósunni en fyrir þá sem vilja milda sósu þá mæli ég með rjómanum saman við.

500 gr nautahakk
2 krukkur af Chilli sósu, sjá mynd
2-3 msk af sojasósu
1 egg
1 pela af rjóma
3-4 msk af Bacon bitum, sjá mynd
8-10 Ritz kex mulin
Smá hveiti til að halda bollunum saman
Seson All krydd eða annað sambærilegt að ykkar smekk



Hráefni sem notað var í uppskriftina

Blandið öllu vel saman

Og mótið litlar bollur í höndunum


Blandið saman Chilli sósunni og rjómanum eða notið bara sósurnar.


Raðið bollunum saman í eldfast mót, eitt stórt ef margir eru í mat eða 
tvö lítil og frystið annað þeirra.


Ég sauð gulrætur og blómkál og setti yfir bollurnar. Hægt er að nota það 
sem hugurinn girnist með eða kartöflur/kartöflumús/sætar


Hellið svo sósunni yfir bollurnar


Svo er gott að setja mosarella ost yfir og inn í ofn á ca.180°c í um 30-40 mín


Gott að hafa kryddbrauð eða hvítlauksbrauð með.
Ég var með hvítlauks sneiðabrauð með.


Svo frysti ég annan helminginn og á til góða.

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt með karrísósu

October 15, 2024

Lambakjöt með karrísósu
Lambakjöt var það heillin með ljúffengri karríssóus og himnesku fersku salati.
Það þarf ekki alltaf að vera flókið!

Halda áfram að lesa