Bixí matur

February 11, 2020

Bixí matur

Bixí Bixí Bixí
Snilldin ein til að nýta afgangana í skemmtilegan Bixí rétt og láta ekkert til spillis fara en hérna er ein uppskrift sem hægt er að styðjast við og gera að sinni.

Kartöflur skornar í smá bita, gott að nota afgangana frá deginum áður
Medisterpylsa, smá skorin eða annað sambærilegt, má líka nota pylsur eða bjúguafganga.
Rauðlaukur, smátt saxaður, má sleppa
Salt & pipar
Egg
Beikon

Blandið þessu öllu saman og steikið á pönnu úr smjöri/olíu.
Steikið svo beikonið og eggið sér og setjið út á blönduna og berið fram með sósu eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni





Einnig í Heimilismatur

Kjötbollur í Bolognese sósu
Kjötbollur í Bolognese sósu

January 17, 2024

Kjötbollur í Bolognese sósu
Hérna er hægt að nota bæði hakk eða bollur í réttinn og ég ákvað að nota að þessu sinni hakkbollur sem ég átti til tilbúnar og setja út í sósuna ásamt spagettí ofl. Virkilega góður réttur borinn fram með hvítlauksbrauði.

Halda áfram að lesa

Nautagúllas Orientalsk
Nautagúllas Orientalsk

December 28, 2023

Nautagúllas Orientalsk
Ég elska að elda nautagúllas og ég elska líka að prufa eitthvað nýtt og nýjar sósur saman við. Hérna nota ég pakka af Orientalsk Gryte frá Toro. 

Halda áfram að lesa

Bollur í chili rjómasósu
Bollur í chili rjómasósu

December 12, 2023

Nautahakksbollur í chili rjómasósu
Þessa uppskrift eða svipaða sá ég á snappi hjá vini sonar míns og langaði svo til að gera og prufa sem ég og gerði.

Halda áfram að lesa