Bixí matur

February 11, 2020

Bixí matur

Bixí Bixí Bixí
Snilldin ein til að nýta afgangana í skemmtilegan Bixí rétt og láta ekkert til spillis fara en hérna er ein uppskrift sem hægt er að styðjast við og gera að sinni.

Kartöflur skornar í smá bita, gott að nota afgangana frá deginum áður
Medisterpylsa, smá skorin eða annað sambærilegt, má líka nota pylsur eða bjúguafganga.
Rauðlaukur, smátt saxaður, má sleppa
Salt & pipar
Egg
Beikon

Blandið þessu öllu saman og steikið á pönnu úr smjöri/olíu.
Steikið svo beikonið og eggið sér og setjið út á blönduna og berið fram með sósu eftir smekk.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Heimilismatur

Ítölsk Toro grýta!
Ítölsk Toro grýta!

February 17, 2025

Ítölsk Toro grýta!
Ég skellti í eina grýtu með hakki, pakka af Toro grýtu, gulrótum og kartöflumús, toppað með rifnum osti og sett inn í ofn. Einstaklega góður og heimilislegur matur sem toppaður er svo með heimagerðri rabarabarasultu.

Halda áfram að lesa

Stroganoff!
Stroganoff!

December 09, 2024

Stroganoff með nautagúllasi!
Eitt af þessum heimilislega mat sem flest allir elska að fá með sósu, kartöflumús og sultu, gott líka að hafa með salat eða nýbakaðar brauðbollur.

Halda áfram að lesa

Kindakæfa
Kindakæfa

November 03, 2024

Kindakæfa
Það kom loksins af því eftir rúm 20.ár að ég myndi gera heimagerða kæfu. 
Ég hefði persónulega viljað geta hakkað hana betur niður og mun gera það næst og eins að krydda hana aðeins meira en það má alltaf bæta smá pipar yfir,,,

Halda áfram að lesa