Blómakálsbuff Dana

August 30, 2020

Blómakálsbuff Dana

Blómakálsbuff Dana
Auðveld og góð eðal grænmetisuppskrift frá henni Sigurlaugu sem hún deilir hérna með okkur. Gott að prufa hana svona jafnvel fyrst og svo er hægt að bæta saman við hana allsskonar grænmeti eftir eigin smekk.

1 meðalstórt blómkálshöfuð
1 laukur
2 egg
2 msk smjör eða smjörlíki
4 msk tvíbökumylsna (eða brauðraspur, þarf að prófa sig áfram með magn)
Salt og pipar

Blómkálið hreinsað og snöggsoðið í létt söltu vatni.
Fært upp og kælt. Stappað í mauk (eða matvinnsluvél) ásamt rifnum lauk (ef vill má léttsteikja laukinn fyrst), þeyttum eggjum og helmingnum af mylsnunni bætt út í. Kryddað eftir smekk. Maukið mótað í aflangar buffkökur og velt upp úr restinni af mylsnunni. Steikt gullbrúnt í smjöri við vægan hita.

Uppskrift og mynd frá Sigurlaugu Helgu Arndal

Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Okra grænmetisréttur
Okra grænmetisréttur

December 23, 2021

Okra grænmetisréttur
Þessa uppskrift fékk ég hjá honum Abhishek einum af eiganda Indian Food Box en hann var svo yndæll að bæði sýna mér hvernig hann eldaði þetta og einnig

Halda áfram að lesa

Grillað grænmeti
Grillað grænmeti

May 30, 2021

Grillað grænmeti
Grilluð blanda af ofureinföldu grænmeti sem gengur vel með hvaða mat sem er og líka bara eitt og sér.

Halda áfram að lesa

Grænkálsjafningur
Grænkálsjafningur

September 13, 2020

GRÆNKÁLSJAFNINGUR 
Þessa uppskrift sendi hún Ingibjörg Bryndís til okkar og fær hún hjartans þakkir fyrir. Ég hef sjálf ekki eldað svona jafning en maður á kannski eftir að prufa einn daginn.

Halda áfram að lesa