August 30, 2020
Blómakálsbuff Dana
Auðveld og góð eðal grænmetisuppskrift frá henni Sigurlaugu sem hún deilir hérna með okkur. Gott að prufa hana svona jafnvel fyrst og svo er hægt að bæta saman við hana allsskonar grænmeti eftir eigin smekk.
1 meðalstórt blómkálshöfuð
1 laukur
2 egg
2 msk smjör eða smjörlíki
4 msk tvíbökumylsna (eða brauðraspur, þarf að prófa sig áfram með magn)
Salt og pipar
Blómkálið hreinsað og snöggsoðið í létt söltu vatni.
Fært upp og kælt. Stappað í mauk (eða matvinnsluvél) ásamt rifnum lauk (ef vill má léttsteikja laukinn fyrst), þeyttum eggjum og helmingnum af mylsnunni bætt út í. Kryddað eftir smekk. Maukið mótað í aflangar buffkökur og velt upp úr restinni af mylsnunni. Steikt gullbrúnt í smjöri við vægan hita.
Uppskrift og mynd frá Sigurlaugu Helgu Arndal
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2024
October 05, 2022
July 13, 2022