Soðinn fiskur

February 12, 2020

Soðinn fiskur

Soðinn fiskur.
Fiskinn minn, nammi nammi namm,,,,
Eitt af því besta sem ég veit er soðinn fiskur, nýjar kartöflur, stappað með smjöri, já í sumu eldist maður aldrei!

500 gr ýsa eða þorskur

Fiskurinn er settur í kalt vatn ásamt salti. (saltið eftir smekk, ég nota sjávarsalt)
Vatnið er hitað að suðu  og þegar suðan kemur upp er slökkt á hellunni,
froðunni fleytt af og lokið sett á pottinn og fiskurinn látinn standa í 5 mínútur.

Þegar verið er að sjóða fisk, þá er eins gott að fylgjast vel með, því fátt eitt er leyðinlegra en að allt sjóði uppúr :)

Minnsta mál er að setja frosinn fisk í pott, en þá er betra að vera búið að láta suðuna koma upp fyrst.


Stappar þú fiskinn þinn ?

Borið fram með kartöflum og smjöri (tómatsósu)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa