February 12, 2020
Fiskurinn er settur í kalt vatn ásamt salti. (saltið eftir smekk, ég nota sjávarsalt)
Vatnið er hitað að suðu og þegar suðan kemur upp er slökkt á hellunni,
froðunni fleytt af og lokið sett á pottinn og fiskurinn látinn standa í 5 mínútur.
Þegar verið er að sjóða fisk, þá er eins gott að fylgjast vel með, því fátt eitt er leyðinlegra en að allt sjóði uppúr :)
Minnsta mál er að setja frosinn fisk í pott, en þá er betra að vera búið að láta suðuna koma upp fyrst.
Stappar þú fiskinn þinn ?
Borið fram með kartöflum og smjöri (tómatsósu)
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 29, 2023
May 24, 2023
February 23, 2023