Soðinn fiskur

February 12, 2020

Soðinn fiskur

Soðinn fiskur.
Fiskinn minn, nammi nammi namm,,,,
Eitt af því besta sem ég veit er soðinn fiskur, nýjar kartöflur, stappað með smjöri, já í sumu eldist maður aldrei!

500 gr ýsa eða þorskur

Fiskurinn er settur í kalt vatn ásamt salti. (saltið eftir smekk, ég nota sjávarsalt)
Vatnið er hitað að suðu  og þegar suðan kemur upp er slökkt á hellunni,
froðunni fleytt af og lokið sett á pottinn og fiskurinn látinn standa í 5 mínútur.

Þegar verið er að sjóða fisk, þá er eins gott að fylgjast vel með, því fátt eitt er leyðinlegra en að allt sjóði uppúr :)

Minnsta mál er að setja frosinn fisk í pott, en þá er betra að vera búið að láta suðuna koma upp fyrst.


Stappar þú fiskinn þinn ?

Borið fram með kartöflum og smjöri (tómatsósu)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa