Fiskur í Hoi Sin

April 22, 2020

Fiskur í Hoi Sin

Fiskur í Hoi Sin mareneringu
Þessi uppskrift fékk snilldarinnar góða einkunn hjá matargestunum mínum, gæða réttur og bragðgóður með meiru.

1.poki af ýsubitum/þorsk
1.krukka Hoi Sin sósa frá BLUE Dragon
1.lítil dós kókosmjólk
2.pokar af hrísgrjónum
1.dós grænn aspas
Fetaostur í olíu
Primadonna ostur

Blandið saman krukku af Hoi Sin sósunni og dós af kókosmjólk.
Setjið fiskbitana ofan í blönduna og látið liggja í á meðan hrísgjónin eru soðin.
Setjið svo hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, raðið svo aspasinum ofan á, þar næst fiskbitunum og hellið restina af sósunni ofan á fiskinn og dreifið fetaosti yfir og röspuðum Primadonna ostinum síðast yfir.


Setjið inn í ofn á 18°c í ca.20-25 mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði.

Njótið og deilið að vild!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa