April 22, 2020
Fiskur í Hoi Sin mareneringu
Þessi uppskrift fékk snilldarinnar góða einkunn hjá matargestunum mínum, gæða réttur og bragðgóður með meiru.
1.poki af ýsubitum/þorsk
1.krukka Hoi Sin sósa frá BLUE Dragon
1.lítil dós kókosmjólk
2.pokar af hrísgrjónum
1.dós grænn aspas
Fetaostur í olíu
Primadonna ostur
Blandið saman krukku af Hoi Sin sósunni og dós af kókosmjólk.
Setjið fiskbitana ofan í blönduna og látið liggja í á meðan hrísgjónin eru soðin.
Setjið svo hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, raðið svo aspasinum ofan á, þar næst fiskbitunum og hellið restina af sósunni ofan á fiskinn og dreifið fetaosti yfir og röspuðum Primadonna ostinum síðast yfir.
Setjið inn í ofn á 18°c í ca.20-25 mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði.
Njótið og deilið að vild!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.