Fiskur í Hoi Sin

April 22, 2020

Fiskur í Hoi Sin

Fiskur í Hoi Sin mareneringu
Þessi uppskrift fékk snilldarinnar góða einkunn hjá matargestunum mínum, gæða réttur og bragðgóður með meiru.

1.poki af ýsubitum/þorsk
1.krukka Hoi Sin sósa frá BLUE Dragon
1.lítil dós kókosmjólk
2.pokar af hrísgrjónum
1.dós grænn aspas
Fetaostur í olíu
Primadonna ostur

Blandið saman krukku af Hoi Sin sósunni og dós af kókosmjólk.
Setjið fiskbitana ofan í blönduna og látið liggja í á meðan hrísgjónin eru soðin.
Setjið svo hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, raðið svo aspasinum ofan á, þar næst fiskbitunum og hellið restina af sósunni ofan á fiskinn og dreifið fetaosti yfir og röspuðum Primadonna ostinum síðast yfir.


Setjið inn í ofn á 18°c í ca.20-25 mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði.

Njótið og deilið að vild!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa