March 21, 2020
Smurt brauð
Er með því besta sem ég fæ.
Góðar snittur eru gullsígildi og ég á eina vinkonu sem er snillingur þegar kemur að gerð þeirra og eins gerir hún dásamlegar brauðtertur.
Rækjur.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með majonesi.
Rækjum raðað á brauðið
Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, gúrku, tómötum og steinselju.
Reyktur lax.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið.
Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku.
Hangikjöt
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt,
kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju.
Roastbeef
Maltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju.
Skinka
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga,
síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju
Síld
Hveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á,
skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.
Uppskriftir frá Gulla
Myndir Ingunn (fyrir athygli)
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 23, 2024
November 13, 2024
November 01, 2024 2 Athugasemdir