Smurt brauð

March 21, 2020

Smurt brauð

Smurt brauð
Er með því besta sem ég fæ.
Góðar snittur eru gullsígildi og ég á eina vinkonu sem er snillingur þegar kemur að gerð þeirra og eins gerir hún dásamlegar brauðtertur.

Rækjur.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með  majonesi.
Rækjum raðað á brauðið 
Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, gúrku, tómötum og steinselju.

Reyktur lax.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið.
Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku.

Hangikjöt
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt,
kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju.

Roastbeef 
Maltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju.

Skinka
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga,
síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju

Síld 
Hveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á,
skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.

Uppskriftir frá Gulla 
Myndir Ingunn (fyrir athygli)

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Beikon brauðterta heit!
Beikon brauðterta heit!

February 15, 2025

Beikon brauðterta heit!
Landinn elskar brauðtertur og heita brauðrétti af öllu tagi og úrvalið er alveg ótrúlega gott og mikið en svo er líka alltaf hægt að skella í sína eigin út frá því hvað er til og hérna er ein slík. Þessa bauð ég upp á með kaffinu á sunnudegi ásamt nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Halda áfram að lesa

Humar brauðterta!
Humar brauðterta!

November 23, 2024

Humar brauðterta!
Ég stóðst ekki freistinguna á að spyrja hvort ég fengi leyfi til að birta þessa uppskrift þegar ég sá hana, fékk góðfúslegt leyfi og ég að sjáfsögðu skellti mér svo í að gera hana og bjóða upp á í sunnudagskaffi hjá mér. Ég og gestirnir mínir gefa henni súpergóð meðmæli líka. Kettirnir fengu ekki smakk...:)

Halda áfram að lesa

Roastbeef brauðterta!
Roastbeef brauðterta!

November 13, 2024

Roastbeef brauðterta!
Ein af okkar uppáhalds brauðtertum er klárlega roastbeef brauðtertan. Þessa bjó ég til fyrir afmæli föður míns og ég keypti niðursneitt roastbeef hjá Kjöthöllinni sem var alveg æðislega gott, mæli með.

Halda áfram að lesa