Smurt brauð

March 21, 2020

Smurt brauð

Smurt brauð
Er með því besta sem ég fæ.
Góðar snittur eru gullsígildi og ég á eina vinkonu sem er snillingur þegar kemur að gerð þeirra og eins gerir hún dásamlegar brauðtertur.

Rækjur.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með  majonesi.
Rækjum raðað á brauðið 
Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, gúrku, tómötum og steinselju.

Reyktur lax.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið.
Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku.

Hangikjöt
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt,
kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju.

Roastbeef 
Maltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju.

Skinka
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga,
síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju

Síld 
Hveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á,
skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.

Uppskriftir frá Gulla 
Myndir Ingunn (fyrir athygli)

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Hangikjöts rúlluterta
Hangikjöts rúlluterta

March 03, 2024

Hangikjöts rúlluterta
Fjölskylan elskar hangikjöt, soðið, kalt, í tartalettum, ofan á brauð, inní ofni með bræddum osti ofan á, ofan á snittum, brauðtertum og þessa líka sem ég gerði fyrir afmæliskaffiboð hjá mér í febrúar 2024, rúlluterta með hangikjöti.

Halda áfram að lesa

Mexíkósk rúlluterta!
Mexíkósk rúlluterta!

February 10, 2024

Mexíkósk rúlluterta
Ein af þessum uppskriftum sem ég hef safnað að mér til að gera einn daginn og það kemur að þeim einni af annarri. Mjög góð uppskrift og dásamlega falleg á veisluborðið, saumaklúbbuinn, ferminguna eða bara á notalegu kvöldi heima.

Halda áfram að lesa

Baguette með heitreyktum Lax
Baguette með heitreyktum Lax

January 31, 2024

Baguette með heitreyktum Lax
Ég lumaði á einum pakka af heitreyktum Lax í frystinum frá því að ég pantaði slatta af bæði af fiski í tempura og fiskibollum, reyktum lax, sósum ofl góðgæti frá Fisherman, allt svakalega gott, bara mitt mat.

Halda áfram að lesa