Smurt brauð

March 21, 2020

Smurt brauð

Smurt brauð
Er með því besta sem ég fæ.
Góðar snittur eru gullsígildi og ég á eina vinkonu sem er snillingur þegar kemur að gerð þeirra og eins gerir hún dásamlegar brauðtertur.

Rækjur.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með  majonesi.
Rækjum raðað á brauðið 
Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, gúrku, tómötum og steinselju.

Reyktur lax.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið.
Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku.

Hangikjöt
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt,
kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju.

Roastbeef 
Maltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju.

Skinka
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga,
síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju

Síld 
Hveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á,
skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.

Uppskriftir frá Gulla 
Myndir Ingunn (fyrir athygli)

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók





Einnig í Brauðréttir

Heitt rúllutertubrauð
Heitt rúllutertubrauð

February 26, 2023

Heitt rúllubrauð
Eitt af þessum sívinsælu heitu rúllutertubrauðum sem eru einföld og góð. 
Borga sig að gera strax 2 stk því þau klárast strax.

Halda áfram að lesa

Freisting sælkerans
Freisting sælkerans

January 23, 2023

Freisting sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

Halda áfram að lesa

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Súrdeigsbrauð í hollustu stíl

December 12, 2022

Súrdeigsbrauð í hollustu stíl
Ég hef verið að leika mér smá/mikið með að setja allsskonar álegg ofan á súrdeigs brauð, svona aðeins að vera í hollari kantinum og hafa tilbreytinguna og gleðina í því 

Halda áfram að lesa