Pepperonirúllutertubrauð

October 23, 2020

Pepperonirúllutertubrauð

Pepperonirúllutertubrauð
Þegar við vinkonurnar komum saman þá er alltaf veisla og hérna var engin undartekning á þegar við rúlluðum þessari upp og settum í ofninn og útkoman hreint út sagt æðislega góð.

     

1 rúllutertubrauð
1 dós sýrður rjómi
2-3 msk mæjónes
100 gr pepperoni
1 rauðlaukur
½ -1 bolli ólífur
Ítölsk kryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn ostur

  1. Skerið pepperoni, lauk og ólífur smátt niður.
    2. Hrærið saman við mæjónes og sýrðan rjóma.
    3. Kryddið eftir smekk.
    4. Smyrjið blönduna á brauðið og rúllið því varlega upp.
    5. Leggið brauðið á ofnplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír og stráið rifnum osti yfir.
    6. Bakið í 20 mínútur við 180°c.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Brauðréttir

Langbrauð með bökuðum!
Langbrauð með bökuðum!

September 14, 2024

Langbrauð með blönduðum baunum!
Fyllt brauð með blönduðum baunum frá Heinz, egg og ostur yfir, þvílíka snilldin og gaman að bera fram svona spari.

Halda áfram að lesa

Ferskur rækjuréttur kaldur
Ferskur rækjuréttur kaldur

July 21, 2024

Ferskur rækjuréttur kaldur
Þessi er einstaklega góður og ferskur. Bjó hann loksins til og bauð fjölskyldunni í kaffi. Flottur á veisluborðið, saumaklúbbinn og einfalt að útbúa hann og skella í ísskápinn t.d. deginum áður.

Halda áfram að lesa

Brauðterta með túnfisk
Brauðterta með túnfisk

June 19, 2024

Brauðterta með túnfisk
Ég ákvað að nýta afganginn af brauðtertu brauðinu af Mills brauðtertunni og skellti í eina létta og ljúfa túnfiskbrauðtertu. Hæglega er hægt að stækka innihaldið sem upp er gefið um helming og gera eina stóra.

Halda áfram að lesa