April 08, 2020
Royal kleinur
Kleinurnar sem amma heitin gerði alltaf en Royal uppskriftar bæklingurinn litli var afar vinsæll enda margt gott að finna í honum, þar á meðal kleinuuppskriftin góða.
1000 gr hveiti
250 gr sykur
100 gr smjörlíki
2 stk egg
10 tsk sléttf. Royal lyftiduft
1 ½ tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommur
½ lítri mjólk
Blandið saman þurrefnunum, myljið smjörlíkið saman bið,
bætið þar í mjólkinni og eggjunum.
Hnoðið deigið, fletjið það út og mótið úr því kleinur.
Bakist í vel heitri jurtafeiti. (Palmín og tólg er blanda sem ég nota ávallt)
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024