Royal kleinur

April 08, 2020

Royal kleinur

Royal kleinur
Kleinurnar sem amma heitin gerði alltaf en Royal uppskriftar bæklingurinn litli var afar vinsæll enda margt gott að finna í honum, þar á meðal kleinuuppskriftin góða.

1000 gr hveiti
250 gr sykur
100 gr smjörlíki
2 stk egg
10 tsk sléttf. Royal lyftiduft
1 ½ tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommur
½ lítri mjólk

Blandið saman þurrefnunum, myljið smjörlíkið saman bið,
bætið þar í mjólkinni og eggjunum.
Hnoðið deigið, fletjið það út og mótið úr því kleinur.
Bakist í vel heitri jurtafeiti. (Palmín og tólg er blanda sem ég nota ávallt)

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa

Eplabrauðkaka
Eplabrauðkaka

October 20, 2024

Eplabrauðkaka & Möffins
Skellti í eitt gómsætt eplabrauð og ákvað að setja líka af blöndunni í möffins mótin mín. Einföld og góð uppskrift.

Halda áfram að lesa