Royal kleinur

April 08, 2020

Royal kleinur

Royal kleinur
Kleinurnar sem amma heitin gerði alltaf en Royal uppskriftar bæklingurinn litli var afar vinsæll enda margt gott að finna í honum, þar á meðal kleinuuppskriftin góða.

1000 gr hveiti
250 gr sykur
100 gr smjörlíki
2 stk egg
10 tsk sléttf. Royal lyftiduft
1 ½ tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommur
½ lítri mjólk

Blandið saman þurrefnunum, myljið smjörlíkið saman bið,
bætið þar í mjólkinni og eggjunum.
Hnoðið deigið, fletjið það út og mótið úr því kleinur.
Bakist í vel heitri jurtafeiti. (Palmín og tólg er blanda sem ég nota ávallt)

 Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Hunangsvalhnetu bananabrauð!

December 01, 2025

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Skellti í þessa uppskrift lokssins núna en hún er búin að vera í uppskriftasafninu mínu í mörg ár og ég man ekkert hvaðan hún er komin en ljúffeng var hún.

Halda áfram að lesa

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa