June 15, 2020
Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar
Skemmtileg uppskrift frá Ragnheiði Klemensdóttir úr Fréttablaðinu
80 flatkökur
2 kg hveiti
600 g rúgmjöl
2 tsk salt
2 ltr.sjóðandi vatn, sett út í smám saman
Aðferð:
Hvaða mél svo sem er notað þá er lykilatriðið fólgið í vatninu og aðferðinni við að hræra. Vatnið verður að vera sjóðandi heitt.
Þurrefnin eru sett í skál og mynduð hola/skál í miðju þess þar sem sjóðandi heitu vatninu er hellt út í og smám saman hveiti barmarnir hrærðir saman við.
Hnoða með höndunum (í hönskum því deigið er svo heitt) í lokin og rúlla í þykkar lengjur. Gott að geyma það deig sem ekki er verið að vinna strax í plastpoka svo það harðni ekki. Deigið á að vera vel mjúkt.
Lengjan skorin í bita og þeir mótaðir í klatta. Flatt út (passa þarf að hafa vel af hveiti á borðinu). Gott að nota potthlemm með bettri brún til að skera út flatkökurnar.
Baka á vel heitri plötu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 06, 2024
October 20, 2024
June 23, 2024
Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!