June 15, 2020
Flatkökurnar hennar ömmu Ragnheiðar
Skemmtileg uppskrift frá Ragnheiði Klemensdóttir úr Fréttablaðinu
80 flatkökur
2 kg hveiti
600 g rúgmjöl
2 tsk salt
2 ltr.sjóðandi vatn, sett út í smám saman
Aðferð:
Hvaða mél svo sem er notað þá er lykilatriðið fólgið í vatninu og aðferðinni við að hræra. Vatnið verður að vera sjóðandi heitt.
Þurrefnin eru sett í skál og mynduð hola/skál í miðju þess þar sem sjóðandi heitu vatninu er hellt út í og smám saman hveiti barmarnir hrærðir saman við.
Hnoða með höndunum (í hönskum því deigið er svo heitt) í lokin og rúlla í þykkar lengjur. Gott að geyma það deig sem ekki er verið að vinna strax í plastpoka svo það harðni ekki. Deigið á að vera vel mjúkt.
Lengjan skorin í bita og þeir mótaðir í klatta. Flatt út (passa þarf að hafa vel af hveiti á borðinu). Gott að nota potthlemm með bettri brún til að skera út flatkökurnar.
Baka á vel heitri plötu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024