Hugmynd af veisluborði!

December 30, 2025

Hugmynd af veisluborði!

Hugmynd af veisluborði!
Hérna er ein hugmynd af veilsuborði, einsskonar Surf & Turf. Stundum langar manni bara aðeins að breyta til og ekki að bjóða upp á þetta hefðbundna þegar maður fær vini í mat. 
Hérna sýni ég bara frá mínum hugmyndum og bendi á það sem hægt er að hafa og svo fyllið þið upp í og gerið að ykkar með ykkar hráefni. Sumt af þessu kom ég með frá Ítalíu svo það fæst ekki hérna en þá er bara um að gera að kaupa einhverja aðra osta enda er úrvalið hérna á landi ansi mikið víða svo það ætti ekki að vera vandamál.




Hérna má sjá sveitapate, Villibráðarpate frá Silla kokk, Vestfirskar flatkökur, Jólagæs, Anísgæs, báðar frá Silla kokk, Kiðlingakæfa frá Stórhól í Skagafirði.


Hérna má sjá bæði rækjuspjót (Tempura rækjur) og Crispy Butterfly Cambas (rækjur) borið fram með Súrsætri sósu með chilli. Rækjurnar voru keyptar í Costco


 

Hérna má sjá myndir af rækjunum



Hérna er ég svo með Ítalska osta sem ég keypti á flugvellinum í Róm, vínber og franskt kex sem ég keypti í Frönsku sælkerabúðinni Hyalin Reykjavík sem staðsett er neðarlega á Skólavörðustignum. Minnsta mál að velja sér annað til að hafa með.


Ég bauð líka upp á ferskt salat með þessu öllu svona til að halda jafnvæg og með því var fetaostur.


Skeytt lítilega með ferskum rifsberjum.


Snittubrauð, bæði venjulegt og súrdeigs, ásamt nýlagaðri rifsberjasultu sem ég bjó til sjálf og svo Bláberja Vinagretta, Sultuðum rauðlauk og Epla chutney frá Silla kokk og fást vörurnar hans tilbúnar hjá Silla kokk á Höfðabakka 1

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Veisluréttir

Veislu-uppskriftir frá Túnis
Veislu-uppskriftir frá Túnis

March 15, 2023

Uppskriftir frá mömmu Safa Jemai
Margrét og Safa töfruðu fram afríska rétti í vinkonuboðið sem slógu í gegn. Þema kvöldsins voru kryddin frá Túnis – Mabrúka fyrirtækinu hennar Safa.
Safa gaf góðfúslegt leyfi til að deila þeim einnig hérna með ykkur á síðunni, hjartans þakkir elsku Safa.

Halda áfram að lesa