May 20, 2020
Pestó-túnfisksalatið hennar Jónu frænku
Aldrei hafði ég borðað túnfisk salat öðruvísi en svona hefðbundið þar til ég smakkaði þetta salat sem kom svo sannarlega á óvart, skora á ykkur að prufa.
Túnfiskur
Paprika rauð (má sleppa)
Rauðlaukur
Sýrður rjómi, 1 dós
Smá majónes, ég notaði Hellemanns
Ég bætti við 2-3 eggjum en það er alveg smekksatriði að sleppa þeim líka
1/2 krukka grænt pestó eða eftir smekk, gott að smakka til
Ég er búin að prufa að setja lika rautt út í og það var æðislegt, mæli samt með að setja aðeins um 2.msk af pestóinu og smakka sig svo til ef maður vill setja meira.
Ég setti líka í salatið smátt skornar sýrðar gúrkur
Borið fram með Ritz kexi
Og svo má líka hafa með venjulegt salat án þess að setja pestó út í það, sjá uppskrift hér
Deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 30, 2024
November 14, 2024
July 22, 2024