May 21, 2020
Epla rauðrófu salat
Þetta salat er alveg möst með jólasteikinni og er alveg hrikalega gott. Gott er að gera þetta daginn áður og þetta salat dugar vel fyrir 6-8 manns
1 dós 18 % sýrður rjómi
1 slétt full msk af sykri
2 rauð epli, skrælð og brytjuð niður í litla bita
2 græn epli,skrælð og brytjuð niður í litla bita
1 lítil dós af rauðrófum (skera í teninga)
1 1/2 peli þeyttur rjómi
rauð steinlaus vinber skorin í tvennt.
Byrja á því að þeyta rjóman og blanda sýrða rjómanum varlega saman við og setja restina útí rjómablönduna.
Verði ykkur að góðu & deilið að vild.
October 06, 2021
June 12, 2021
June 09, 2021