Epla rauðrófu salat

May 21, 2020 2 Athugasemdir

Epla rauðrófu salat

Epla rauðrófu salat
Þetta salat er alveg möst með jólasteikinni og er alveg hrikalega gott. Gott er að gera þetta daginn áður og þetta salat dugar vel fyrir 6-8 manns


1 dós 18 % sýrður rjómi
1 slétt full msk af sykri
2 rauð epli, skrælð og brytjuð niður í litla bita
2 græn epli,skrælð og brytjuð niður í litla bita
1 lítil dós af rauðrófum (skera í teninga)
1 1/2 peli þeyttur rjómi
rauð steinlaus vinber skorin í tvennt.

Byrja á því að þeyta rjóman og blanda sýrða rjómanum varlega saman við og setja restina útí rjómablönduna.

Verði ykkur að góðu & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

October 06, 2024

Hjartans þakkir fyrir það Guðfinna, gaman að heyra.

Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Guðfinna
Guðfinna

September 23, 2024

Flottar uppskriftir

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Salöt

Salat með reyktum silung
Salat með reyktum silung

July 22, 2024

Salat með reyktum silung
Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.

Halda áfram að lesa

Silungasalat með sinnepssósu
Silungasalat með sinnepssósu

March 29, 2024

Silungasalat með sinnepssósu
Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.

Halda áfram að lesa

Spínatsalat
Spínatsalat

March 09, 2024

Spínatsalat
Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.

Halda áfram að lesa