April 16, 2022
Skyr með mangó
Enn ein hugmyndin af Skyr rétti fyrir morgun/hádegismat. Í litlu dósunum frá Kea með mangó er svona blanda í botninum og í þokkabót þá er skyrið laktosalaust.
1.lítil dós Kea skyr með mangó
1 dl mjólk eða annar vökvi
1/2 banani
Haframúslí
Hrærið saman skyr og mjólk, Hellið blöndunni yfir múslíið sem sett er í botninn á skálinni. Setjið svo mangó blönduna ofaná, niðurskorna banana og smá múslí í lokin. Það er líka gott að setja niðurskorið mangó ofan á.
Njótið og deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 15, 2023
September 26, 2022
September 07, 2022