September 07, 2022
Bláberjaskyr með bláberjum
Algjör heilsubomba sem tekur mann á vit ævintýranna með bragðlaukunum, þeir hreinlega svífa.
1/2 dós Bláberjaskyr
1 dl mjólk með D-vítamíni eða annar vökvi
1 lúka bláber
Haframúslí eða annað samskonar, þarna var ég með múslí með eplum frá MUNA
Hrærið saman skyr og mjólk. Setjið múslí í botninn á skálinni, blöndunni svo hellt yfir og síðan bláberjunum og múslí til skreytingar.
Deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 15, 2023
September 26, 2022
April 16, 2022