April 16, 2022
Skyr með kíwí
Það er endalaust hægt að finna sér nýjar útfærslur á góðum skyr rétt og þar sem ég get ekki borðað þykkt skyr þá blanda ég það allt út með mjólk með D-vítamíni en hægt er að notast við hvaða vökva sem er eins og t.d. haframjólk
1/2 dós Vanilluskyr
1 dl mjólk
1 kíwí niðurskorið
Haframúslí eða annað samskonar
Hrærið saman skyr og mjólk. Setjið múslí í botninn á skálinni, blöndunni svo yfir og síðan niðurskornu kíwí og múslí til skreytingar, elska að skreyta smá.
Deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 15, 2023
September 26, 2022
September 07, 2022