April 02, 2022
Kaffiskyr með vanillu, múslí og eplum
Ég er búin að vera á smá skyr tímabili og prufa allsskonar með hinum og þessum ávöxtum með og langar til að deila með ykkur nokkrum uppskriftum, frekar einfaldar og góðar.
1/2 dós af Kaffiskyr með vanillu
1 dl mjólk
1/2 saxað epli
Múslí með kanil og eplum
Smá kanilsykur, má sleppa
Hærið saman skyr og mjólk þar til létt og gott. Setjið múslí í botinn á skál og blönduna síðan yfir og síðan söxuðu eplin, ofurlítið af múslí og kanilsykri.
Njótið og deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 15, 2023
September 26, 2022
September 07, 2022