Kaffiskyr með vanillu,,,

April 02, 2022

Kaffiskyr með vanillu,,,

Kaffiskyr með vanillu, múslí og eplum
Ég er búin að vera á smá skyr tímabili og prufa allsskonar með hinum og þessum ávöxtum með og langar til að deila með ykkur nokkrum uppskriftum, frekar einfaldar og góðar.

1/2 dós af Kaffiskyr með vanillu
1 dl mjólk
1/2 saxað epli
Múslí með kanil og eplum
Smá kanilsykur, má sleppa

Hærið saman skyr og mjólk þar til létt og gott. Setjið múslí í botinn á skál og blönduna síðan yfir og síðan söxuðu eplin, ofurlítið af múslí og kanilsykri.

Njótið og deilið að vild

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Einnig í Morgunmatur

Mango Lassi
Mango Lassi

August 15, 2023

Mango Lassi
Er ljúffengur indverskur jógúrt drykkur með mangó, jógúrt, mjólk, smá sykri og kardimommum. Virkilega svalandi og hressandi!

Halda áfram að lesa

Creme brulee með peru
Creme brulee með peru

September 26, 2022

Creme brulee með peru
Svakalega góð blanda, minnir ekkert sérstaklega á eitthvað morgunverðar heldur meira sem ljúffengur eftirréttur.

Halda áfram að lesa

Bláberjaskyr með bláberjum
Bláberjaskyr með bláberjum

September 07, 2022

Bláberjaskyr með bláberjum
Algjör heilsubomba sem tekur mann á vit ævintýranna með bragðlaukunum, þeir hreinlega svífa.

Halda áfram að lesa