April 16, 2022
Ísey skyr með eplum
Þessi blanda er rosalega góð og safarík og toppurinn á henni að mínu mati er að strá smá kanilsykri ofan á, já það má nú stundum.
1/2 dós Ísey skyr með bökuðum eplum
1/2 epli, skorið í bita
1 dl mjólk eða annar vökvi
Haframúslí
Kanilsykur
Hrærið saman skyr og mjólk og setjið yfir múslí, svo niðurskornum eplunum, stráið smá kanilsykri ofan á eplin og svo smá múslí.
Njótið og deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 15, 2023
September 26, 2022
September 07, 2022