Kjötfars bollur í raspi

October 27, 2022

Kjötfars bollur í raspi

Kjötfars bollur í raspi, ekta fyrir Sælkerana
Já ég sagði "kjötfars bollur í raspi" Allsvakalega góðar og komu mér svo á óvart að ég mun gera þær aftur og aftur. Þorði ekki annað en að gera á gamla mátan líka en í raspi gerir þetta enn meira sælkera.

1 lengja af kjötfarsi eða bakki, ég nota alltaf lengjurnar og er mjög ánægð með þær
Rasp

Kryddið eftir smekk

Veltið upp úr raspi hverja bollu og steikið svo á pönnu upp úr smjörlíki eða öðru sem þið veljið ykkur sjálf. Steikið þær á hvorri hlið þar til gullin brúnar og látið svo  malla í smá stund.

Berið þær svo fram með kartöflum, brúnni sósu og sultu.

Njótið og deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Einnig í Heimilismatur

Grilluð kindabjúgu
Grilluð kindabjúgu

November 02, 2022

Grilluð kindabjúgu
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bjúgum en ákvað að gefa þessu nú séns svona á fullorðins árum og mundi þá eftir að þegar ég var að passa á yngri árunum þá hafði húsbóndinn á heimilinu alltaf eitthvað tilbúið fyrir mig að elda

Halda áfram að lesa

Buff í raspi
Buff í raspi

November 16, 2020

Buff í raspi
Þennan rétt bjó ég til um daginn, elska að prufa mig áfram og eitthvað nýtt og þessi fær alveg fimm af fimm að mínu mati og já líka þeirra sem snæddu með 

Halda áfram að lesa

Steiktar kjötbollur
Steiktar kjötbollur

October 04, 2020

Steiktar kjötbollur
Góðar með brúnni sósu en það er líka alveg í lagi að prufa fleirri tegundir eins og karrísósu, sveppa, villi og rjómasósu, þær ættu allar að ganga upp með.

Halda áfram að lesa