Tiramisú

April 16, 2022

Tiramisú

Tiramisú
Það allra besta Tiramisú sem ég hef fengið var hjá henni Dísu vinkonu minni fyrir mörgum árum síðan úti í Þýskalandi, hún er snillingur í allsskonar matargerð og bakstri og svo einstaklega gaman að prufa nýjungar hjá henni sem maður er ekki vanur og þótt svo að Tiramisú sé nú alþekktur Ítalskur eftirréttur þá gerir hún hann á sinn einstaka hátt. Ég bað hana um að gera hann fyrir mig fyrir afmælisboðið mitt sem var síðastliðinn febrúar og tók hún vel í það og gladdi það mig og gesti afar vel. 

3 egg (aðskilin)
50 gr. sykur með vanillu í (Vanillu burbon eða takið vanillu úr stöng og blandið saman við sykurinn, gott að geyma restina í krukku
400 gr. marscapone-ostur
300 ml rjómi þeyttur
2 pakkar fingurkökur
5-6 bollar sterkt kaffi
1 dl Amaretto líkjör 
kakó

          

Eggjarauður og sykur er þeytt saman þar til það er ljóst og létt.
Osturinn hrærður saman við. Hvítur þeyttar og þeim blandað varlega saman við þeyttan rjómann. Leggið kexfingurna í bleyti í kaffi-líkjörblöndunni andartak, einn í einu og raðið þeim í botn í djúpu fati. Hellið helmingnum af blöndunni yfir, raðið svo kexfingrum yfir aðra röð og hellið loks afganginum af blöndunni yfir og kælið svo. Stráið síðan kakódufti yfir.


Tvær raðir af lady fingers og blandan á milli og svo ofan á.

Kakói sáldrað svo yfir í restina með sigti

Deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa