Súkkulaði eplapæ

March 08, 2020

Súkkulaði eplapæ

Súkkulaði eplapæ
Nammi namm, súkkulaði eplapæ. Ég sé alveg fyrir mér að gott væri að hafa jafnvel dökkt súkkulaði, kannski með appelsínubragði, svona hugmynd.

150 gr sykur
150 gr hveiti
150 gr smjörlíki

4-5 stk epli
200 gr súkkulaði
Kanelsykur
Salthnetur
Súkkulaðirúsínur 

Afhýðið eplin og látið í eldfast mót. 
Stráið kanelsykri, grófsöxuðu súkkulaði og rúsínum yfir.

Deig:

Hnoðið öllu saman og myljið yfir eplin. 
Stráið hnetum yfir. 
Bakað í 30-40 mín við 180° . 
Borið fram með rjóma eða ís. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa