March 08, 2020
Súkkulaði eplapæ
Nammi namm, súkkulaði eplapæ. Ég sé alveg fyrir mér að gott væri að hafa jafnvel dökkt súkkulaði, kannski með appelsínubragði, svona hugmynd.
150 gr sykur
150 gr hveiti
150 gr smjörlíki
4-5 stk epli
200 gr súkkulaði
Kanelsykur
Salthnetur
Súkkulaðirúsínur
Afhýðið eplin og látið í eldfast mót.
Stráið kanelsykri, grófsöxuðu súkkulaði og rúsínum yfir.
Deig:
Hnoðið öllu saman og myljið yfir eplin.
Stráið hnetum yfir.
Bakað í 30-40 mín við 180° .
Borið fram með rjóma eða ís.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 03, 2023
October 24, 2022
October 14, 2022